fimmtudagur, 12. júní 2008

Ekki lengur bækur undir höfuðgaflinn

Fyrir sautján árum fékk Margareta Persson þá hugmynd að hanna ungbarnarúmskubba til að hækka höfuðgafl á rúmum barna. Í dag er Margareta framkvæmdarstjóri sænska fyrirtækisins Spacebabies.
Hugmyndina fékk hún þegar elsta barnið hennar, sem var svokallað eyrnabarn, þjáðist á þrálátri eyrnabólgu og hafði hún reynt að finna hentugustu lausnina til að hækka höfuðgaflinn. Hafði hún oft hækkað höfuðgaflinn upp með bókum.
Baby Bed Blocks™ samanstendur af sex kubbum gerðum úr non-toxic plasti sem þú getur raðað hvern ofan á annan. Þessir sex kubbar geta hækkað rúmið um allt að 10 cm miðað við 3 kubba á hvorn rúmfót. Þeir passa undir vel flest rúm.
Sænskir barnalæknar mæla með Baby Bed Blocks™. Þeir mæla með þeim í stað þess að börn noti t.d. kodda til að eiga auðveldara með að anda og lina sársauka. Það er einnig hægt að nota Baby Bed Blocks™ þegar barnið er fullfrískt í staðin fyrir kodda.
Þegar barnið er hætt að þurfa að nota kubbana undir rúmið má leika sér með þá, bæði sem kubba og t.d. ílát undir leir svo eitthvað sé nefnt.
Kubbarnir fást í nokkrum búðum hér á landi og hægt er að sjá lista yfir þær hér undir where to buy.


-

2 ummæli:

Ella sagði...

Þessir eru algjör snilld. Eldri strákurinn minn var með bakflæði og við þurftum að lyfta upp rúminu hans, vorum alltaf með bækur undir rúmfótunum. En svo fann ég þessa, algjör snilld, maður þarf ekki lengur að finna út úr því að hafa bókastaflana jafnháa eða skemma bækurnar!! Mæli með þessum kubbum.
Það er líka gott að hækka rúmgaflinn þegar krakkar eru með kvef, þau sofa oft betur.

P.s. takk fyrir mangó lassi uppskriftina, hrikalega gott!!

obbosí sagði...

Takk fyrir það :)