fimmtudagur, 5. febrúar 2009

Meðgöngu- og brjóstagjafaflíkur
Ég var svo heppin af fá í afmælisgjöf peysu frá Lykkjufalli þegar ég var á síðustu metrum meðgöngu minnar. Peysan hefur aldeilis verið mikið notuð... bæði sem meðgöngupeysa, brjósagjafapeysa og svo bara sem flott peysa eða kjóll fyrir konu sem er hvorki barnshafandi eða með barn á brjósti.
Ef þið viljið skoða fleiri peysur og kjóla frá Lykkjufalli þá er það hérna.Ég var að skoða á netinu eins og svo oft áður og sá þá meðgöngu- og brjóstagjafakjólana frá Stephanie Schell og langaði eiginlega bara að koma með þriðja barnið....

Engin ummæli: