Sýnir færslur með efnisorðinu Listaverk. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Listaverk. Sýna allar færslur

föstudagur, 6. febrúar 2009

PIssuskálar


Mér finnst þetta pínu fyndið.

mánudagur, 2. febrúar 2009

Erró og Ilmur

Ilmur Stefánsdóttir og kubbarnir

Mig langaði til að benda ykkur á einstaklega skemmtilega sýningu sem er í Hafnarhúsinu. Ég læt mér nægja að afrita textann sem er inni á síðu Listasafns Reykjavíkur þar sem hann lýsir sýningunni nokkuð vel:)

ERRÓ - MYNDASPIL 

Fjölskylduvæn sýning sem Ilmur Stefánsdóttir listamaður á veg og vanda að. Á sýningunni bregður Ilmur á leik með nokkur af stærri verkum Errós, brýtur þau niður í stóra, handhæga kubba sem hægt er að raða aftur samkvæmt frummyndinni, sem hangir á veggnum eða skapa ný verk. Kubbarnir eru mjúkir og bjóða upp á fleiri notkunarmöguleika, t.d. að búa til sófa, borð, turna eða hvaðeina annað. Á veggjum sýningarsalarins eru einnig hugmyndir að leikjum sem lúta að myndefni kubbana, eins og að finna ákveðnar persónur, hluti og fyrirbæri og raða þeim saman og mynda þannig nýtt listaverk.


föstudagur, 18. júlí 2008

Litlir listamenn, stór listaverk



Ertu stundum í vandræðum með hvað þú átt að gera við listaverkin sem litlu listamennirnir þínir færa þér? Er ísskápshurðin troðfull nú þegar? Manuela og Dario hafa gefið listaverkum barna sinna heiðursess á heimili þeirra og eins og sjá má á efri myndinni þarf ekki að kosta miklu til eða hafa mikið fyrir því. Þarna er myndin einfaldlega "römmuð inn" með málningateipi.


Mér finnst líka góð hugmynd að taka litlar teikningar og stækka þær margfalt í ljósritunarvél, með svipaðri útkomu og andlitsmyndirnar hér fyrir neðan.