miðvikudagur, 7. nóvember 2012

þriðjudagur, 2. febrúar 2010

Etsy uppáhald

Hversu krúttlegar eru þessar lambhúshettur frá NYrika á söluvefnum Etsy? Þær eru bara yndislegar, ég get ekki ákveðið hverja þeirra mig langar mest í!


mánudagur, 6. júlí 2009

Læðist þú um gólf heima hjá þér?

Sefur barnið þitt laust? Myndir þú ganga svo langt að klæða stólana þína í sokka til að draga úr hávaða???

sunnudagur, 21. júní 2009

Hamingjan er...

... blómvöndur frá þriggja ára mömmustrák :)

sunnudagur, 7. júní 2009

Stórar stelpur...

My first set
...vilja líka leika sér í dúkkulísuleik. Og það geta þær gert á polyvore.com. Mig grunar að ég eigi eftir að eyða of miklum tíma hér!

fimmtudagur, 4. júní 2009

Montrass!

Montrassableiurnar sameina flest það sem ég kann að meta þegar ég kaupi eitthvað nýtt. Þær eru góðar fyrir umhverfið þar sem heilu bílfarmarnir af einnota bleium lenda ekki á haugunum, þær eru íslensk framleiðsla, meira að segja heimilisiðnaðarvara, þær eru góðar fyrir litla bossa og enn betri fyrir léttar buddur (2600 fyrir einlitar og 2900 fyrir marglitar - mun ódýrara en aðrar bleiur sem ég hef skoðað). Og svo getur maður sjálfur sett saman ótal lita bæði á ytra og innra byrði og meira að segja á smellunum. Ég er haldin slæmu tilfelli af valkvíða og því lét ég Hlín montrassadömu um að velja litina fyrir mig. Í dag fékk ég pöntunina mína heim og ég er svo sannarlega himinlifandi! Ef þið eruð í taubleiuhugleiðingum hvet ég ykkur til að líta á montrassar.net og láta freistast!

mánudagur, 1. júní 2009

Pabbamorgnar á Kaffi Hljómalind


Miðvikudagsmorgnar eru pabbamorgnar á Kaffi hljómalind. Klukkan 10 hittast heimavinnandi feður eða feður í fæðingarorlofi með krílin sín og eiga huggulega stund saman.

fimmtudagur, 28. maí 2009

Ég vildi óska þess...


... að ég kynni að prjóna! Fyrir ykkur sem eruð svo klárar í höndunum eru hér hellingur af ókeypis uppskriftum, á bæði börn og fullorðna.

föstudagur, 27. mars 2009

Gaman á hönnunardögum

Endilega kíkja í gömlu Rúgbrauðsgerðina um helgina!

föstudagur, 27. febrúar 2009

Nýjasta Obbosí krílið

Samuel Tumi fæddist 9. febrúar síðastliðinn og er nýjasta viðbótin í barnaflokkinn okkar Obbosí "stelpnanna". Þau eru þá orðin 5 talsins, krílin okkar.

mánudagur, 23. febrúar 2009

Sofandi björn


...oh þetta er svo flottur og svefnpoki:)
Eiko Ishizawa er snillingurinn á bak þetta.

þriðjudagur, 17. febrúar 2009

Dalvíkursleðinn

D-sledge_medium
Dalvíkursleðinn er eftir Dag Óskarsson. 
Sleðinn er svo sætur að ég vildi helst hafa hann bara í stofunni.
Sleðinn fæst t.d. í Þjóðminjasafninu og Birkilandi.

Phonofone II

Science&Sons.jpg

Ég á ekki ipod en kannski að maður skelli sér á einn til að hafa afsökun fyrir að fjárfesta í Phonofone....
Phonofone fæst hér.

miðvikudagur, 11. febrúar 2009

Hendekagram frá Qed

hendekagramhendekagram
Alexander Rybol og Michael Neubauer hafa hannað þessu sniðugu "hátalara". Þetta er í raun bara framlenging á ... earphones (hvað er íslenska orðið?) og er hægt að tengja við þá t.d. ipod, mp3, eða tölvuna. 
Hendekagram er ekki komið á markaðinn ennþá en hérna getið þið skoðað vefsíðuna.

Fugla órói

Mig langar mjög í svona og það er aldrei að vita nema að ég setjist við saumavélina og taki síðan greinar úr garðinum....
Hér getið þið nálgast sniðið af fuglunum.

Einfalt og sætt

Ég sá þetta hjá D*S og fannst þetta einföld og skemmtileg hugmynd ...og langaði því að deila henni með ykkur. Reyndar er þetta upphaflega frá Jessica Jones.

þriðjudagur, 10. febrúar 2009

Sniðugt!

Kinder Cubo dichtKinder Cubo detail

Ég hefði haft gaman af svona þegar ég var lítil.
Ef þið viljið skoða nánar þá er það hérna.

föstudagur, 6. febrúar 2009

PIssuskálar


Mér finnst þetta pínu fyndið.

Bling frá Ben Blanc Studio


Ertu efri eða neðri týpan?


Hringarnir fást hér.

Ruggukjúklingur


Mig langar í svona!