Sýnir færslur með efnisorðinu Börn. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Börn. Sýna allar færslur

þriðjudagur, 2. febrúar 2010

Etsy uppáhald

Hversu krúttlegar eru þessar lambhúshettur frá NYrika á söluvefnum Etsy? Þær eru bara yndislegar, ég get ekki ákveðið hverja þeirra mig langar mest í!


mánudagur, 6. júlí 2009

Læðist þú um gólf heima hjá þér?

Sefur barnið þitt laust? Myndir þú ganga svo langt að klæða stólana þína í sokka til að draga úr hávaða???

sunnudagur, 21. júní 2009

Hamingjan er...

... blómvöndur frá þriggja ára mömmustrák :)

fimmtudagur, 4. júní 2009

Montrass!

Montrassableiurnar sameina flest það sem ég kann að meta þegar ég kaupi eitthvað nýtt. Þær eru góðar fyrir umhverfið þar sem heilu bílfarmarnir af einnota bleium lenda ekki á haugunum, þær eru íslensk framleiðsla, meira að segja heimilisiðnaðarvara, þær eru góðar fyrir litla bossa og enn betri fyrir léttar buddur (2600 fyrir einlitar og 2900 fyrir marglitar - mun ódýrara en aðrar bleiur sem ég hef skoðað). Og svo getur maður sjálfur sett saman ótal lita bæði á ytra og innra byrði og meira að segja á smellunum. Ég er haldin slæmu tilfelli af valkvíða og því lét ég Hlín montrassadömu um að velja litina fyrir mig. Í dag fékk ég pöntunina mína heim og ég er svo sannarlega himinlifandi! Ef þið eruð í taubleiuhugleiðingum hvet ég ykkur til að líta á montrassar.net og láta freistast!

mánudagur, 1. júní 2009

Pabbamorgnar á Kaffi Hljómalind


Miðvikudagsmorgnar eru pabbamorgnar á Kaffi hljómalind. Klukkan 10 hittast heimavinnandi feður eða feður í fæðingarorlofi með krílin sín og eiga huggulega stund saman.

fimmtudagur, 28. maí 2009

Ég vildi óska þess...


... að ég kynni að prjóna! Fyrir ykkur sem eruð svo klárar í höndunum eru hér hellingur af ókeypis uppskriftum, á bæði börn og fullorðna.

föstudagur, 27. mars 2009

Gaman á hönnunardögum

Endilega kíkja í gömlu Rúgbrauðsgerðina um helgina!

þriðjudagur, 17. febrúar 2009

Dalvíkursleðinn

D-sledge_medium
Dalvíkursleðinn er eftir Dag Óskarsson. 
Sleðinn er svo sætur að ég vildi helst hafa hann bara í stofunni.
Sleðinn fæst t.d. í Þjóðminjasafninu og Birkilandi.

föstudagur, 6. febrúar 2009

Ruggukjúklingur


Mig langar í svona!

Bee bee

Beipsiel1Beipsiel1
Bee Bee hanna litrík og skemmtileg barnaföt.  Bee-shirt eru rokkaralegir bolir og samfellur. Ég hef áður séð einhverjar útfærslur rokkara barnafötum og finnst mér þessi útgáfa nokkuð góð en ég væri til í að sleppa stöfunum á ermunum og þá fengi þessi samfella 9,5 í einkunn frá mér;)

Beipsiel1Beipsiel1
...og hér kemur Elvis aðdáandi....

Skoðið meira frá Bee Bee hér.

miðvikudagur, 4. febrúar 2009

Litað á boli

Picture_1

Þessi frábæri stuttermabolur er frá Albino
...svo er hugmynd í kreppunni að teikna sjálfur mynd á hvítan stuttermabol sem unginn litar.
Ef þú vilt skoða nánar þá er það hérna.

þriðjudagur, 3. febrúar 2009

Ungbarnabað

Pujtub
Puj Tub er ótrúlega sniðug uppfinning. Maður einfaldlega skellir því í litla vaskinn heima sem verður að fyrirtaks ungbarnabaði. 
Til að fræðast meira um fyrirbærið eða versla þá er það hérna.

mánudagur, 2. febrúar 2009

Erró og Ilmur

Ilmur Stefánsdóttir og kubbarnir

Mig langaði til að benda ykkur á einstaklega skemmtilega sýningu sem er í Hafnarhúsinu. Ég læt mér nægja að afrita textann sem er inni á síðu Listasafns Reykjavíkur þar sem hann lýsir sýningunni nokkuð vel:)

ERRÓ - MYNDASPIL 

Fjölskylduvæn sýning sem Ilmur Stefánsdóttir listamaður á veg og vanda að. Á sýningunni bregður Ilmur á leik með nokkur af stærri verkum Errós, brýtur þau niður í stóra, handhæga kubba sem hægt er að raða aftur samkvæmt frummyndinni, sem hangir á veggnum eða skapa ný verk. Kubbarnir eru mjúkir og bjóða upp á fleiri notkunarmöguleika, t.d. að búa til sófa, borð, turna eða hvaðeina annað. Á veggjum sýningarsalarins eru einnig hugmyndir að leikjum sem lúta að myndefni kubbana, eins og að finna ákveðnar persónur, hluti og fyrirbæri og raða þeim saman og mynda þannig nýtt listaverk.


Ruthless & Toothless

Ég verð að viðurkenna að þetta er ekki minn smekkur en það er samt gaman af þessum samfellum... þær eru ekki mjög týpískar!
Ef þið viljið skoðað fleiri föt í þessum stíl þá kíkið hérna

sunnudagur, 1. febrúar 2009

Egg og beikon

Felt Bacon and Egg Breakfast

Fyrir þá sem kunna að þæfa þá er þetta ótrúlega flott hugmynd af leikföngum en fyrir hina þá fæst þæfður matur hérna.



Hversu margar skúffur þarftu?

Chigo_tree_dresserChigo_tree_cabinet

Staflaðu af vild:)
Skúffurnar fást t.d. hérna.


laugardagur, 31. janúar 2009

Blöðruknúinn bátur

Picture 1
Það myndu ekki margir segja nei við svona leikfangi!
Báturinn fæst t.d. hérna.

miðvikudagur, 28. janúar 2009

Taubleiubrot

Ég á von á mínu öðru barni innan skamms og ég hef verið að íhuga að nota taubleiur, allavega að hluta til. Ég uppgötvaði hvílíkur frumskógur taubleiuheimurinn er þegar ég fór að kynna mér málið, en ég ákvað að kaupa bara eitt eða tvö stykki af nokkrum mismunandi tegundum, sjá svo hvað mér líkar best að nota og kaupa þá fleiri af þeim. Ég á núna tvær vasableiur úr krónunni í stærð xs, eina "all in one" og eina vasableiu frá Mommy's touch, þær koma bara í einni stærð, eina vasableiu frá Bumgenious í minnstu stærð og fyrir þetta allt saman hef ég keypt ýmis konar innlegg í mismunandi stærðum, úr bæði microfiber og hamp. Svo ætla ég að kaupa eins og tvennar bleiubuxur til að nota með gömlu góðu gasbleiunum. Þær þarf auðvitað að brjóta saman eftir kúnstarinnar reglum en þar sem það eru hátt í 30 ár síðan móðir mín átti bleiubörn var fátt um svör þegar ég spurði hana hvernig maður bæri sig að. Sem betur fer er nú hægt að finna allt á internetinu, svo hér er hlekkur á myndband sem sýnir taubleiubrot fyrir nýfædd börn, og hér hvernig bleian er sett á.

laugardagur, 15. nóvember 2008

Skiptitöskur fyrir skvísur


Það verður að segjast að skiptitöskur eru sjaldan smart og oftast eru þær ekki merkilegri en venjulegir bakpokar. Þess vegna fæ ég fiðring í magan við að skoða skiptitöskurnar hjá Miabossi - diapers in disguise.

Þar er mottóið að hanna fallegar töskur sem um leið eru praktískar skiptitöskur og tölvutöskur! 
Með hverri tösku fylgir tvennskonar skipulag sem er hægt að skipta út eftir þörfum.


Hér sjáið þið þegar taskan er nýtt sem skiptitaska.



.

og hér þegar hún er nýtt sem tölvutaska.

Hér getið þið skoðað mismunandi gerðir sem eru í boði hjá Miabossi og verslað

sunnudagur, 5. október 2008

Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða?

Mig langaði að benda ykkur á námskeið sem haldið verður hjá Maður lifandi þann 15. október næstkomandi, sem nefnist "Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða?"

Námskeið um hvernig á að útbúa einfaldan en næringarríkan mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri. Farið verður yfir hvaða fæðutegundum er gott að byrja á og hvenær.
Einnig verður kennt að meðhöndla og búa til rétti sem innihalda:
ávexti og grænmeti
þurrkaða ávexti
heilt korn eins og quinoa, hirsi, hafra, spelti o.fl.
baunir eins og linsubaunir (afar prótein- og járnríkar)
kaldpressaðar olíur eins og sólblóma-, ólífu-, hörfræ-, möndlu- og kókosolíu
möndlumauk og tahini (sesammauk)
möndlur og fræ ... Svo eitthvað sé nefnt.
Námskeiðið nýtist einnig vel þeim sem eru með eldri börn. Nýjar uppskriftir og fróðleiksmolar fylgja með námskeiðinu og verða nokkrir réttir og "drykkir" útbúnir á staðnum. Leiðbeinandi: Ebba Guðný Guðmundsdóttir kennari Verð: 3.500 kr. Upplýsingar og skráning: síma 694-6386 og á netfanginu ebbagudny@mac.com