Sýnir færslur með efnisorðinu Heimili. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Heimili. Sýna allar færslur

þriðjudagur, 17. febrúar 2009

Phonofone II

Science&Sons.jpg

Ég á ekki ipod en kannski að maður skelli sér á einn til að hafa afsökun fyrir að fjárfesta í Phonofone....
Phonofone fæst hér.

miðvikudagur, 11. febrúar 2009

Hendekagram frá Qed

hendekagramhendekagram
Alexander Rybol og Michael Neubauer hafa hannað þessu sniðugu "hátalara". Þetta er í raun bara framlenging á ... earphones (hvað er íslenska orðið?) og er hægt að tengja við þá t.d. ipod, mp3, eða tölvuna. 
Hendekagram er ekki komið á markaðinn ennþá en hérna getið þið skoðað vefsíðuna.

þriðjudagur, 10. febrúar 2009

Sniðugt!

Kinder Cubo dichtKinder Cubo detail

Ég hefði haft gaman af svona þegar ég var lítil.
Ef þið viljið skoða nánar þá er það hérna.

föstudagur, 6. febrúar 2009

miðvikudagur, 4. febrúar 2009

Mig langar ekki í svona glös....

12-beer-glasses_sm.jpg

en ef ykkur langar þá fást þau hérna.

Mig langar í svona glös!

Þau fást hérna.

sunnudagur, 1. febrúar 2009

Hversu margar skúffur þarftu?

Chigo_tree_dresserChigo_tree_cabinet

Staflaðu af vild:)
Skúffurnar fást t.d. hérna.


laugardagur, 31. janúar 2009

Ský eftir Donnu Wilson


Það er eitthvað heillandi við þessa púða...
...frá því ég var lítil stelpa hefur mig dreymt um að liggja á skýjahnoðra....

Skýin fást í 3 litum og 3 stærðum. Frekari upplýsingar eru hér.

laugardagur, 20. desember 2008

Mjólkurglösin Fjölskyldan mín


Fjölskyldan mín er sköpuð til að brjóta upp hversdagsleikann á heimilinu. Þemað er hin íslenska fjölskylda, þjóðbúningurinn okkar, torfbæirnir, kindin og sveitin fagra tengja okkur fortíðinni og rótum okkar.

Glösin eru eftir okkur Dagnýju og hér er vefsíðan okkar.

Hægt er að kaupa glösin á netinu hjá Birkilandi
...og svo fást þau í Epal, Kraum, Þjóðminjasafninu, Landnámssetrinu í Borgarnesi, Snúðum & Snældum á Selfossi, Birtu á Egilsstöðum, Blómabúðinni á Sauðárkróki, Blómaturninum á Ísafirði, Póley Vestmannaeyjum, Tante Grete á Akureyri, Bláa Lóninu í Grindavík.

fimmtudagur, 18. desember 2008

Ekki Rúdólfur


Snagarnir eru úr krossvið sem er sprautulakkaður hvítur eða svartur. Settið er u.þ.b. 1 m á breidd.

Ekki Rúdólfur fæst á netinu hjá Birkilandi, Sirku og Rocket St George.
Einnig fæst hann í Epal, Kraum, Sirku, Póley og Þjóðminjasafninu. 

miðvikudagur, 19. nóvember 2008

Listaverk beint úr prentaranum II

Ég var svo hrifin af færslunni hennar Hörpu, "listaverk beint úr prentaranum" að ég ákvað að prófa sjálf. Listaverkið er gert úr 36 A4 blöðum og hangir það nú á besta stað í stofunni.

sunnudagur, 28. september 2008

Unglingaherbergið


Börnum getur fylgt heilmikið dót, en það virðist stundum ekki neitt miðað við unglingana. Ofan á það bætist að það getur reynst þrautinni þyngra að fá þá til að halda herberginu sínu snyrtilegu (eða bara ekki eins og kjarnorkustyrjöld hafi farið þar fram). Við getum þó reynt að sjá til þess að það sé til staður fyrir allt dótið þeirra og þá koma hillur eins og expedit hillan frá IKEA að góðum notum. Benita hjá Chez Larsson hefur einmitt komið einni slíkri fyrir í herbergi 14 ára sonar síns og hýsir hún tölvuleiki, DVD myndir, tímarit, bækur og alls kyns dót sem er unglingunum nauðsyn. Í körfunum neðst er að finna snúrur og þess háttar hluti sem enginn (eða allavega ekki hún) vill sjá. Hún hefur meira að segja útbúið upphækkanir úr frauðpappa (örugglega hægt að fá afganga hjá prentstofum eins og Samskiptum eða Prenttorgi), svo hægt sé að nýta dýpt hillanna betur. Þá er allavega engin afsökun til að láta dótið sitt liggja úti um allt, en annað mál hvort það breyti einhverju um umgengnina.

mánudagur, 22. september 2008

Öðruvísi lausnir í barnaherbergið

Það er enginn vafi á því að það er úr mörgu að velja þegar kemur að því að velja húsgögn í barnaherbregið. Sumum finnst úrvalið þó ekki nóg, og mörgum blöskrar verðlagið. Hvernig væri að virkja ímyndunaraflið og velja óhefðbundnar lausnir? Þannig er jafnvel hægt að spara heilmikinn pening og gera sitt fyrir umhverfið í leiðinni. Þetta sérstaka loftljós er til dæmis búið til úr gamalli þvottavélatromlu.

Hér hefur gamalt sófaborð verið nýtt undir leikfangaflóð barnsins á heimilinu. Kubbar og annað slíkt fá sinn stað í fötum undir borðinu og bækur, púsluspil og fleira sóma sér vel ofaná því. Sófaborð hafa einmitt mjög þægilega hæð fyrir börnin að sitja eða standa við á meðan þau kubba eða púsla.


Hér er annað skemmtilegt ljós sem gæti sómað sér vel í herbergi lítils ævintýrafólks. Maður gæti verið heppinn að finna eitthvað svona í Góða Hirðinum fyrir lítinn pening.

Nú svo má alltaf búa eitthvað til sjálfur, og yfir á Ohdeedoh er nú samkeppni í gangi um besta saumaverkefnið. Keppendur senda inn myndir af teppum, töskum, leikföngum eða öðru sem þeir hafa saumað og þar geta handlagnir sótt innblástur fyrir hina ýmsu hluti, t.d. bútasaumsteppi.

föstudagur, 12. september 2008

Ikea Hacker


Ikea Hacker er síða þar sem handlagið fólk getur sent inn myndir af hlutum sem það hefur búið til úr húsgögnum og öðru sem keypt hefur verið í Ikea. Við höfum áður skrifað um skiptiveski sem búið var til úr geisladiskamöppu, og nú fundum við þennan krúttlega barnafataskáp sem búinn var til úr lítilli bókahillu. Smellið hér til að nálgast leiðbeiningarnar.

fimmtudagur, 21. ágúst 2008

Geggjuð koja

Ef þið eruð jafn háð daglegum skammti af Apartment Therapy og ég, þá hafið þið eflaust rekist á þessa mynd nú þegar. Pósturinn þar fjallar reyndar um gólfið sem sést á myndinni en ég kolféll strax fyrir kojunni. Þvílíkur draumur í barnaherbergið!

fimmtudagur, 7. ágúst 2008

I SPY speglar

Ástralski hönnuðurinn Cindy-Lee Davis hefur hannað skemmtilega silúettu spegla seríu af börnum á hreyfingu. Hægt er að velja á milli, TO DANCE, TO CLIMB, TO FIND og TO WEAR. 
Þessu líflegu speglar fást t.d. hér.

þriðjudagur, 22. júlí 2008

Fallegt ferðarúm


Glæsilegt ferðarúm frá belgíska fyrirtækinu Childwood. Það væri ekki slæmt að eiga svona fallegt ferðarúm þegar litla gesti ber að garði. Tilvalin jólagjöf handa ömmu og afa. Fallegt og nett rúm sem passar vel við fallegu húsgögnin hjá ömmu og afa eða frænku og frænda.

Það er held ég ekki hægt að panta það af síðunni en það eru upplýsingar um söluaðila þar og sá sem er okkur næst er í Svíþjóð en svo sá ég að það er hægt að panta þetta á ebay og nokkrum öðrum stöðum á netinu með því að gúggla "childwood folding bed online store".




föstudagur, 18. júlí 2008

Litlir listamenn, stór listaverk



Ertu stundum í vandræðum með hvað þú átt að gera við listaverkin sem litlu listamennirnir þínir færa þér? Er ísskápshurðin troðfull nú þegar? Manuela og Dario hafa gefið listaverkum barna sinna heiðursess á heimili þeirra og eins og sjá má á efri myndinni þarf ekki að kosta miklu til eða hafa mikið fyrir því. Þarna er myndin einfaldlega "römmuð inn" með málningateipi.


Mér finnst líka góð hugmynd að taka litlar teikningar og stækka þær margfalt í ljósritunarvél, með svipaðri útkomu og andlitsmyndirnar hér fyrir neðan.


fimmtudagur, 3. júlí 2008

Litaðu á vegginn elskan


Tick-Tock-Snow er veggfóður sem hefur aðeins útlínur og á eigandinn sjálfur að lita myndirnar. Ég get ímyndað mér að krakkar hefðu mjög gaman  af slíku veggfóðri í herberginu sínu.
Veggfóðrið fæst t.d. hérna.

mánudagur, 23. júní 2008

Frábær búbót

Á Boing Boing Gadgets fundum við þessa frábæru mæliskeið. Hún væri eflaust dýrasta mæliskeið sem keypt hefði verið á heimilið en framleiðandinn heldur því fram að nákvæmni skeiðarinnar sé upp á 1/10 úr grammi. Á Boing Boing Gadgets mæla þeir með að skeiðin sé tilvalin til að vigta "saffran, trufflur, balsamik og krakk" en hið síðastnefnda nýtist líklega eingöngu mjög þröngum hópi fólks sem er í mæliskeiðahugleiðingum.
Á ProIdee er hægt að panta þessa frábæru skeið og senda þeir hingað á Frón. Er ég viss um að litlir sem stórir stráklingar hefðu gaman af að mæla allt það skemmtilega sem leynist í eldhúsinu með þessum skemmtilega grip.