sunnudagur, 28. september 2008

Unglingaherbergið


Börnum getur fylgt heilmikið dót, en það virðist stundum ekki neitt miðað við unglingana. Ofan á það bætist að það getur reynst þrautinni þyngra að fá þá til að halda herberginu sínu snyrtilegu (eða bara ekki eins og kjarnorkustyrjöld hafi farið þar fram). Við getum þó reynt að sjá til þess að það sé til staður fyrir allt dótið þeirra og þá koma hillur eins og expedit hillan frá IKEA að góðum notum. Benita hjá Chez Larsson hefur einmitt komið einni slíkri fyrir í herbergi 14 ára sonar síns og hýsir hún tölvuleiki, DVD myndir, tímarit, bækur og alls kyns dót sem er unglingunum nauðsyn. Í körfunum neðst er að finna snúrur og þess háttar hluti sem enginn (eða allavega ekki hún) vill sjá. Hún hefur meira að segja útbúið upphækkanir úr frauðpappa (örugglega hægt að fá afganga hjá prentstofum eins og Samskiptum eða Prenttorgi), svo hægt sé að nýta dýpt hillanna betur. Þá er allavega engin afsökun til að láta dótið sitt liggja úti um allt, en annað mál hvort það breyti einhverju um umgengnina.

Engin ummæli: