Sýnir færslur með efnisorðinu Gott málefni. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Gott málefni. Sýna allar færslur

þriðjudagur, 6. maí 2008

Blátt áfram


Blátt Áfram eru sjálfstæð félagasamtök og er tilgangur samtakanna að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi. Á heimasíðu þeirra er hægt að nálgast upplýsingar um hvernig við getum lagt okkar fram, bæði með því að styrkja fræðsluátak þeirra og með því að vera sjálf á varðbergi og meðvituð um ábyrgð okkar á að vernda börnin í lífi okkar.
Þann 8. maí verða fjáröflunartónleikar á Nasa þar sem fram koma Mercedes Club, Sálin Hans Jóns Míns, Ný Dönsk, Buff, Nylon og margir fleiri. Miðaverð er aðeins 2000 krónur, sem er ekki mikið til að styðja jafn gott og áríðandi málefni og þetta.

laugardagur, 5. apríl 2008

Tæmdu glasið


22. mars síðastliðinn var alþjóðlegur dagur tileinkaður vatni; Dagur vatnsins. Af því tilefni standa Orkuveita Reykjavíkur, UNICEF og valdir veitingastaðir fyrir svokallaðri Vatnsviku dagana 4.-13. apríl. Í Vatnsvikunni gefst viðskiptavinum veitingahúsa tækifæri til að greiða fyrir það vatn sem þeir drekka í þágu góðs málstaðar. Auk þess stendur þeim til boða að greiða hærri styrki í gegnum veitingareikning sinn.

Söfnunarféð rennur til vatnsverkefna UNICEF um allan heim. Samtökin vinna að því í yfir 90 löndum að auka aðgang barna að vatni enda skiptir heilnæmt vatn sköpum fyrir lífsviðurværi barna sem búa við bág kjör.

Smellið hér til að lesa meira um verkefnið og sjá hvaða veitingastaðir taka þátt.