Mér finnst góð súkkulaðikaka alveg ómótstæðileg með ískaldri mjólk eða góðum cappucino. En þar sem ég og guðsonur minn megum ekki neyta mjólkur ákvað ég í tilefni afmæli hans að aðlaga uppáhaldskökuna að okkur. Já og ég borða ekki dökkt súkkulaði og þ.a.l. ekki franskar súkkulaðikökur en allir tala um hvað þær er lostætar þannig að snéri franskri súkkulaðiköku við og gerði hana að minni súkkulaðiköku.
4 egg
2 dl. hrásykur
130 gr. kókosolía
1 plata suðusúkkulaði
0.5 plata 56% konsum súkkulaði (Nóa Síríus)
0.5 plata 70% konsum súkkulaði (Nóa Síríus)
1 dl. hveiti
Egg og sykur hrærð vel saman.
Kókosolía og súkkulaði brætt saman. Blandað síðan rólega saman við eggin og sykurinn.
Hveitinu síðan bætt saman við.
Bakað á 180-200° í 30-40 mín.
Krem.
0.5 dl. bráðin kókosolía
1 plata suðusúkkulaði
0.5 plata 56% Konsum súkkulaði
05. plata Orange Konsum súkkulaði eða 70 % Konsum súkkulaði
2 msk Síróp
Brætt saman og borið á volga kökuna.
Skreyta má með allskyns berjum og borða í okkar tilfelli með gervirjóma frá Kötlu og góðum Soya Latte.