Sýnir færslur með efnisorðinu Afmæli. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Afmæli. Sýna allar færslur

föstudagur, 12. desember 2008

Kreppu gjafamiðar


Þessa fallegu miða sáum við á blogginu hjá OhJoy. Þetta er ótrúlega flott lausn í kreppunni!

þriðjudagur, 5. ágúst 2008

Hugmyndir fyrir afmælisveisluna

Flest íslensk barnaafmæli fylgja fremur einfaldri uppskrift. Boðið er upp á afmælisköku og fleira góðgæti, vinum og fjölskyldum er boðið og allir skemmta sér vel saman. Eftir veisluhöldin er lagað til og vaskað upp og þegar börnin eru loksins búin að jafna sig á sykurvímunni og komin í háttinn hníga foreldrarnir niður í sófa og skella fótunum upp á borð. Fæstir eyða ótæpilegum fjármunum eða orku í herlegheitin, aðalatriðið er að barnið eigi skemmtilegan dag. Víða erlendis hefur eins konar samkeppni gripið um sig meðal foreldra sem reyna að halda stærri og stórfenglegri veislur en allir hinir. Börnin sjálf hafa gleymst í sýndarleiknum og foreldrarnir hálf sturlaðir af stressi. Nú er hins vegar komið fram það sem kallast "slow party movement" þar sem fólk er farið að slaka á kröfunum til sjálfs sín og farið að einbeita sér að því sem skiptir máli. Þó virðist fólk þurfa að styðjast við ákveðin þemu, sem getur auðvitað verið mjög skemmtilegt. Á Kidshaus fundum við nokkrar skemmtilegar hugmyndir að þemum og skemmtun í barnaafmælin:
  • Garðveisla þar sem börnin mála blómapotta og gróðursetja blóm
  • Bjóða upp á ferskan, lífrænt ræktaðan mat, í stað skyndibita
  • Til að sporna við sóun í lítils nýtar gjafir gefa foreldrar litla peningaupphæð upp í stærri gjöf.
  • Þú og barnið þitt skreytið og setjið saman gjafapoka eða "goodie bags" (þetta tíðkast mikið í veislum erlendis en ég hef ekki séð þetta í veislum hér).

Að lokum er boðið upp á sýnishorn úr afmælisveislu með japönsku þema, en það væri hægt að finna upp á ýmsu öðru, eins og t.d. sjóræningjaparý, listasmiðjuveisla með alls kyns föndri, lautarferð, íþróttapartý eða hvað sem manni dettur í hug. Það væri gaman að heyra hvað þið hafið gert skemmtilegt og óvenjulegt á afmæli barnanna ykkar.

sunnudagur, 25. maí 2008

Mjólkurlaus súkkulaðikaka

Mér finnst góð súkkulaðikaka alveg ómótstæðileg með ískaldri mjólk eða góðum cappucino. En þar sem ég og guðsonur minn megum ekki neyta mjólkur ákvað ég í tilefni afmæli hans að aðlaga uppáhaldskökuna að okkur. Já og ég borða ekki dökkt súkkulaði og þ.a.l. ekki franskar súkkulaðikökur en allir tala um hvað þær er lostætar þannig að snéri franskri súkkulaðiköku við og gerði hana að minni súkkulaðiköku.

4 egg
2 dl. hrásykur
130 gr. kókosolía
1 plata suðusúkkulaði
0.5 plata 56% konsum súkkulaði (Nóa Síríus)
0.5 plata 70% konsum súkkulaði (Nóa Síríus)
1 dl. hveiti
Egg og sykur hrærð vel saman.
Kókosolía og súkkulaði brætt saman. Blandað síðan rólega saman við eggin og sykurinn.
Hveitinu síðan bætt saman við.
Bakað á 180-200° í 30-40 mín.

Krem.
0.5 dl. bráðin kókosolía
1 plata suðusúkkulaði
0.5 plata 56% Konsum súkkulaði
05. plata Orange Konsum súkkulaði eða 70 % Konsum súkkulaði
2 msk Síróp

Brætt saman og borið á volga kökuna.
Skreyta má með allskyns berjum og borða í okkar tilfelli með gervirjóma frá Kötlu og góðum Soya Latte.

Barnaafmæli


Strákurinn minn varð tveggja ára á dögunum og því var slegið upp veislu um helgina. Þar sem hann er svona lítill fæ ég enn að ráða skreytingunum og mig langar að halda honum frá teiknimyndafígúrutengdu efni eins lengi og ég get (börnin okkar verða fyrir nógu miklu auglýsingaáreiti svo maður fari nú ekki að bæta á það óumbeðinn).

Ég ákvað að hafa lautarferðar þema, fékk gamla rauðköflótta dúkinn hennar mömmu lánaðan, setti litlar samlokur og smákökur í körfur, afmæliskakan var skúffukaka sem var skorin út í fjóra bíla sem mynduðu bílalest og skreyttir með mismunandi litu nammi og afmælisdrykkurinn var sólberjasaft borin fram í gammalli danskri rjómaflösku. Punkturin yfir i-ið voru skreytingarnar í runnunum sem tóku á móti gestunum þegar þá bar að garði. Ég klippti út bíla í mismunandi litað karton, límdi beygðan blómavír aftaná með sterku límbandi og notaði vírinn til að festa bílana við greinarnar. Hann fékk að sjálfsögðu að hjálpa til við að setja bílana í trén og var það hin mesta skemmtun.
Stráksi var hæstánægður með alla bílana en ætli hann fari ekki að setja fram sínar eigin kröfur að ári liðnu. Ef svo fer sem horfir verður þema næsta árs annað hvort Bubbi Byggir eða Latibær.