Sýnir færslur með efnisorðinu Tækni. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Tækni. Sýna allar færslur

þriðjudagur, 17. febrúar 2009

Phonofone II

Science&Sons.jpg

Ég á ekki ipod en kannski að maður skelli sér á einn til að hafa afsökun fyrir að fjárfesta í Phonofone....
Phonofone fæst hér.

miðvikudagur, 11. febrúar 2009

Hendekagram frá Qed

hendekagramhendekagram
Alexander Rybol og Michael Neubauer hafa hannað þessu sniðugu "hátalara". Þetta er í raun bara framlenging á ... earphones (hvað er íslenska orðið?) og er hægt að tengja við þá t.d. ipod, mp3, eða tölvuna. 
Hendekagram er ekki komið á markaðinn ennþá en hérna getið þið skoðað vefsíðuna.

fimmtudagur, 18. september 2008

Fyrir litla tækninörda...


Eða öllu heldur börn stórra tækninörda. Ég er svo mikill lúði að ég á varla i-pod. Ég segi varla því ég á einhvers staðar gamlan i-pod shuffle sem ég hef aldrei notað en fékk frá móður minni þegar hún fékk sér nýtt módel. Ég rekst reglulega á hann þegar ég leita að snúrunni fyrir myndavélina okkar. En þessi samfella er voðalega krúttleg og maður getur ímyndað sér að börnin sem klæðast þeim fái margar kitlur á mallann frá áðurnefndum tækninördum. Ég er sjálf svo mikil "retro" manneskja að mér fyndist sniðugast að kaupa svona núna og gefa einhverjum eftir ca. 20 ár - þá er þetta orðið töff!

miðvikudagur, 14. maí 2008

Hannaðu þitt eigið letur


Á blogginu hjá swissmiss var póstur um Fontifier sem er ótrúlega sniðug síða. Þar getur maður hannað sitt eigið letur, komið rithöndinni í lyklaborðið eða bara nota hugmyndaflugið. Á myndinni fyrir ofan hefur Grant búðið til letur eftir rithönd afkvæmisins.

fimmtudagur, 8. maí 2008

Gorilla Pod - Ofurhetja þrífótanna!

Ég sannfærð um að hann geti oft bjargað okkur á fallegum augnablikum. 
Gorilla Pod fæst t.d hérna.