fimmtudagur, 18. september 2008

Fyrir litla tækninörda...


Eða öllu heldur börn stórra tækninörda. Ég er svo mikill lúði að ég á varla i-pod. Ég segi varla því ég á einhvers staðar gamlan i-pod shuffle sem ég hef aldrei notað en fékk frá móður minni þegar hún fékk sér nýtt módel. Ég rekst reglulega á hann þegar ég leita að snúrunni fyrir myndavélina okkar. En þessi samfella er voðalega krúttleg og maður getur ímyndað sér að börnin sem klæðast þeim fái margar kitlur á mallann frá áðurnefndum tækninördum. Ég er sjálf svo mikil "retro" manneskja að mér fyndist sniðugast að kaupa svona núna og gefa einhverjum eftir ca. 20 ár - þá er þetta orðið töff!

Engin ummæli: