
Sýnir færslur með efnisorðinu Hönnun. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Hönnun. Sýna allar færslur
fimmtudagur, 4. júní 2009
Montrass!

mánudagur, 23. febrúar 2009
þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Dalvíkursleðinn

Dalvíkursleðinn er eftir Dag Óskarsson.
Sleðinn er svo sætur að ég vildi helst hafa hann bara í stofunni.
Sleðinn fæst t.d. í Þjóðminjasafninu og Birkilandi.
Phonofone II

Ég á ekki ipod en kannski að maður skelli sér á einn til að hafa afsökun fyrir að fjárfesta í Phonofone....
Phonofone fæst hér.
miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Hendekagram frá Qed


Alexander Rybol og Michael Neubauer hafa hannað þessu sniðugu "hátalara". Þetta er í raun bara framlenging á ... earphones (hvað er íslenska orðið?) og er hægt að tengja við þá t.d. ipod, mp3, eða tölvuna.
þriðjudagur, 10. febrúar 2009
föstudagur, 6. febrúar 2009
sunnudagur, 1. febrúar 2009
laugardagur, 20. desember 2008
Mjólkurglösin Fjölskyldan mín

Fjölskyldan mín er sköpuð til að brjóta upp hversdagsleikann á heimilinu. Þemað er hin íslenska fjölskylda, þjóðbúningurinn okkar, torfbæirnir, kindin og sveitin fagra tengja okkur fortíðinni og rótum okkar.
Glösin eru eftir okkur Dagnýju og hér er vefsíðan okkar.
...og svo fást þau í Epal, Kraum, Þjóðminjasafninu, Landnámssetrinu í Borgarnesi, Snúðum & Snældum á Selfossi, Birtu á Egilsstöðum, Blómabúðinni á Sauðárkróki, Blómaturninum á Ísafirði, Póley Vestmannaeyjum, Tante Grete á Akureyri, Bláa Lóninu í Grindavík.
fimmtudagur, 18. desember 2008
Ekki Rúdólfur

Snagarnir eru úr krossvið sem er sprautulakkaður hvítur eða svartur. Settið er u.þ.b. 1 m á breidd.
Ekki Rúdólfur fæst á netinu hjá Birkilandi, Sirku og Rocket St George.
Einnig fæst hann í Epal, Kraum, Sirku, Póley og Þjóðminjasafninu.
mánudagur, 15. desember 2008
Fagurkerinn Krummi

Í framhaldi af póstinum hér fyrir neðan þá langar mig til að sýna ykkur í nokkrum póstum hvað ég ef verið að fást við.
Krummi elskar fallega hluti og grípur þá til að færa í hreiðrið sitt.
Herðatrén hanga úr loftinu í stálvír og birtast sem fljúgandi hrafnar.
Þau fást í plexigleri og krossvið. Krummi eru tilvalinn í forstofuna fyrir yfirhafnir - eða bara fyrir uppáhalds kjólinn, til að hafa til sýnis í staðin fyrir að fela hann inni í fataskáp.

Í sömu krumma fjölskyldu eru herðatré með hanka til að hengja upp á slá

...og herðatré til að hengja upp buxur og pils.

Einnig fæst hann í Epal, Kisunni, Kraum, Póley, Sirku, Snúðum & Snældum og Þjóminjasafninu.
laugardagur, 15. nóvember 2008
Skiptitöskur fyrir skvísur

Það verður að segjast að skiptitöskur eru sjaldan smart og oftast eru þær ekki merkilegri en venjulegir bakpokar. Þess vegna fæ ég fiðring í magan við að skoða skiptitöskurnar hjá Miabossi - diapers in disguise.

Með hverri tösku fylgir tvennskonar skipulag sem er hægt að skipta út eftir þörfum.

Hér sjáið þið þegar taskan er nýtt sem skiptitaska.

.
og hér þegar hún er nýtt sem tölvutaska.
Hér getið þið skoðað mismunandi gerðir sem eru í boði hjá Miabossi og verslað
fimmtudagur, 7. ágúst 2008
I SPY speglar

Þessu líflegu speglar fást t.d. hér.
þriðjudagur, 22. júlí 2008
Fallegt ferðarúm

Glæsilegt ferðarúm frá belgíska fyrirtækinu Childwood. Það væri ekki slæmt að eiga svona fallegt ferðarúm þegar litla gesti ber að garði. Tilvalin jólagjöf handa ömmu og afa. Fallegt og nett rúm sem passar vel við fallegu húsgögnin hjá ömmu og afa eða frænku og frænda.
Það er held ég ekki hægt að panta það af síðunni en það eru upplýsingar um söluaðila þar og sá sem er okkur næst er í Svíþjóð en svo sá ég að það er hægt að panta þetta á ebay og nokkrum öðrum stöðum á netinu með því að gúggla "childwood folding bed online store".

þriðjudagur, 24. júní 2008
BabyC vaggan

Á Born rich rákumst við á þessa fallegu vöggu sem segir okkur að börn þurfa líka stíl og flottheit. Kúlulaga formið á vöggunni er fullkomi ð fyrir ungabörnin, líður líklega eins og þau séu komin heim.. Frá móðurkvíði í þægilegt og öruggt umhverfi.
Vaggan er hönnuð fyrir Puur design af Dripta Roy. Hún er alveg jafndýr og hún er flott eða litlar 2650 evrur eða tæpar 350. þúsund krónur.
Vaggan er hönnuð fyrir Puur design af Dripta Roy. Hún er alveg jafndýr og hún er flott eða litlar 2650 evrur eða tæpar 350. þúsund krónur.
mánudagur, 16. júní 2008
Hvítlaukspressa á hjólum

Á Amazon fundum við þessa frábæru hvítlaukspressu ef pressu mætti kalla. Hún er eins og lítill bíll og ætti því að vera auðvelt að fá kallinn til að hjálpa til í eldhúsinu. Hann gæti keyrt um eldhúsbekkinn.
Maður setur einfaldlega afhýddan hvítlauksgeira í efri hlerann á þessu litla apparati, lokar hleranum og rúllar apparatinu fram og aftur með smá pressu á efri hlerann.
Svo opnar maður hlerann og búmmsjakabúmm hvítlaukurinn er til.
Apparatið má setja í uppþvottavél.
Ein sniðugasta leiðin til að merja hvítlauk sem við höfum séð hérna á Obbosí.
Kostar aðeins $9.99, það er ekki mikið fyrir að hafa vellyktandi hendur eftir eldamennskuna.
miðvikudagur, 11. júní 2008
The Ninna Nanna Bassinet

Monte Design Group hönnuðu þessa flottu vöggu. Hönnunarhópurinn er á þeirri skoðun að vöggur eigi ekki að líta út eins og rjómatertu brúðarkjólar frá 1980 heldur vera stílhreinar, með yfirburða gæði og 100% þægilegar. Vöggurnar eru handgerðar í Kanada og verð ég að segja að þetta hljómar allt rosalega spennandi!
Vaggan fæst hér.
þriðjudagur, 10. júní 2008
Fjölskyldan á borðum

Leirlistakonan May Lukt sameinar tvær ástríður sínar, keramik og myndskreytingar í fallegu djúpu diskunum sínum "Bespoke Silhouette Bowl From Your Photo".

Eins og nafnið gefur til kynna gerir hún diska eftir vangamyndum sem kaupandinn sendir henni. Diskarnir eru því afskaplega persónulegir og skemmtilegt að hafa þá við borðhaldið eða bara til skrauts.

Diskarnir eru mjög notendavænir og þola bæði að fara í uppþvottavél og örbylgjuofn.
Þeir eru tilvaldir í gjöf handa ástvinum... eða bara handa manni sjálfum.... ég væri til í að safna mér í sett af allavega 12 vangasvipum!
Diskarnir fást hérna.
Efnisorð:
Fjölskyldan,
Góð hugmynd,
Heimili,
Hönnun,
Sniðug vara
mánudagur, 9. júní 2008
Frábærar hillur

PLoP hillan er hönnuð af Joyce Hong. Hillan er búin til úr umhverfisvænum rásuðum borðum og er ekki nema rétt um 1,8 kíló. Helsti kostur hillunar er sá að hægt er að fella hana saman þannig að auðvelt er að flytja hana á milli staða, jafnvel í strætó. Svo þegar heim er komið þá er nánast hægt að setja hana upp með einu handtaki og hönnunin er þannig að hún ber gríðarlegan þunga miðað við eigin þyngd. Það besta við hillustæðuna er að hægt er að fjölga hillunum uppí 6, 8 eða 10 og samt er ennþá hægt að brjóta hana saman að notkun lokinni. Efnið í hillunni er gert úr endurunnum pappamassa þannig að þegar námsárunum lýkur þá er hægt að halda áfram að nota hana eða hreinlega endurvinna hana eins og hún leggur sig.
Ég fann ekki út hvar hægt er að nálgast hilluna en sendi þeim email og sjáum hvort þeir svari ekki um hæl.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)