mánudagur, 16. júní 2008

Hvítlaukspressa á hjólum


Á Amazon fundum við þessa frábæru hvítlaukspressu ef pressu mætti kalla. Hún er eins og lítill bíll og ætti því að vera auðvelt að fá kallinn til að hjálpa til í eldhúsinu. Hann gæti keyrt um eldhúsbekkinn.
Maður setur einfaldlega afhýddan hvítlauksgeira í efri hlerann á þessu litla apparati, lokar hleranum og rúllar apparatinu fram og aftur með smá pressu á efri hlerann.
Svo opnar maður hlerann og búmmsjakabúmm hvítlaukurinn er til.
Apparatið má setja í uppþvottavél.
Ein sniðugasta leiðin til að merja hvítlauk sem við höfum séð hérna á Obbosí.
Kostar aðeins $9.99, það er ekki mikið fyrir að hafa vellyktandi hendur eftir eldamennskuna.

Engin ummæli: