Sýnir færslur með efnisorðinu Sniðug vara. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Sniðug vara. Sýna allar færslur

þriðjudagur, 2. febrúar 2010

Etsy uppáhald

Hversu krúttlegar eru þessar lambhúshettur frá NYrika á söluvefnum Etsy? Þær eru bara yndislegar, ég get ekki ákveðið hverja þeirra mig langar mest í!


mánudagur, 6. júlí 2009

Læðist þú um gólf heima hjá þér?

Sefur barnið þitt laust? Myndir þú ganga svo langt að klæða stólana þína í sokka til að draga úr hávaða???

fimmtudagur, 4. júní 2009

Montrass!

Montrassableiurnar sameina flest það sem ég kann að meta þegar ég kaupi eitthvað nýtt. Þær eru góðar fyrir umhverfið þar sem heilu bílfarmarnir af einnota bleium lenda ekki á haugunum, þær eru íslensk framleiðsla, meira að segja heimilisiðnaðarvara, þær eru góðar fyrir litla bossa og enn betri fyrir léttar buddur (2600 fyrir einlitar og 2900 fyrir marglitar - mun ódýrara en aðrar bleiur sem ég hef skoðað). Og svo getur maður sjálfur sett saman ótal lita bæði á ytra og innra byrði og meira að segja á smellunum. Ég er haldin slæmu tilfelli af valkvíða og því lét ég Hlín montrassadömu um að velja litina fyrir mig. Í dag fékk ég pöntunina mína heim og ég er svo sannarlega himinlifandi! Ef þið eruð í taubleiuhugleiðingum hvet ég ykkur til að líta á montrassar.net og láta freistast!

mánudagur, 23. febrúar 2009

Sofandi björn


...oh þetta er svo flottur og svefnpoki:)
Eiko Ishizawa er snillingurinn á bak þetta.

þriðjudagur, 17. febrúar 2009

Phonofone II

Science&Sons.jpg

Ég á ekki ipod en kannski að maður skelli sér á einn til að hafa afsökun fyrir að fjárfesta í Phonofone....
Phonofone fæst hér.

miðvikudagur, 11. febrúar 2009

Hendekagram frá Qed

hendekagramhendekagram
Alexander Rybol og Michael Neubauer hafa hannað þessu sniðugu "hátalara". Þetta er í raun bara framlenging á ... earphones (hvað er íslenska orðið?) og er hægt að tengja við þá t.d. ipod, mp3, eða tölvuna. 
Hendekagram er ekki komið á markaðinn ennþá en hérna getið þið skoðað vefsíðuna.

föstudagur, 6. febrúar 2009

miðvikudagur, 4. febrúar 2009

Litað á boli

Picture_1

Þessi frábæri stuttermabolur er frá Albino
...svo er hugmynd í kreppunni að teikna sjálfur mynd á hvítan stuttermabol sem unginn litar.
Ef þú vilt skoða nánar þá er það hérna.

þriðjudagur, 3. febrúar 2009

Ungbarnabað

Pujtub
Puj Tub er ótrúlega sniðug uppfinning. Maður einfaldlega skellir því í litla vaskinn heima sem verður að fyrirtaks ungbarnabaði. 
Til að fræðast meira um fyrirbærið eða versla þá er það hérna.

laugardagur, 15. nóvember 2008

Skiptitöskur fyrir skvísur


Það verður að segjast að skiptitöskur eru sjaldan smart og oftast eru þær ekki merkilegri en venjulegir bakpokar. Þess vegna fæ ég fiðring í magan við að skoða skiptitöskurnar hjá Miabossi - diapers in disguise.

Þar er mottóið að hanna fallegar töskur sem um leið eru praktískar skiptitöskur og tölvutöskur! 
Með hverri tösku fylgir tvennskonar skipulag sem er hægt að skipta út eftir þörfum.


Hér sjáið þið þegar taskan er nýtt sem skiptitaska.



.

og hér þegar hún er nýtt sem tölvutaska.

Hér getið þið skoðað mismunandi gerðir sem eru í boði hjá Miabossi og verslað

fimmtudagur, 18. september 2008

Fyrir litla tækninörda...


Eða öllu heldur börn stórra tækninörda. Ég er svo mikill lúði að ég á varla i-pod. Ég segi varla því ég á einhvers staðar gamlan i-pod shuffle sem ég hef aldrei notað en fékk frá móður minni þegar hún fékk sér nýtt módel. Ég rekst reglulega á hann þegar ég leita að snúrunni fyrir myndavélina okkar. En þessi samfella er voðalega krúttleg og maður getur ímyndað sér að börnin sem klæðast þeim fái margar kitlur á mallann frá áðurnefndum tækninördum. Ég er sjálf svo mikil "retro" manneskja að mér fyndist sniðugast að kaupa svona núna og gefa einhverjum eftir ca. 20 ár - þá er þetta orðið töff!

fimmtudagur, 11. september 2008

Úff, haustið komið!

Já það fer um mig hrollur þegar ég lít út um gluggann á morgnana þessa dagana. Ég er farin að finna til þykku peysurnar og lopasokkana og sé kósíkvöld fyrir framan sjónvarpið í hillingum. Einhvern vegin er þetta samt minn uppáhalds tími ársins, það er svo notalegt að kúra í hlýjunni á meðan rigningin ber á gluggunum. Auðvitað eyði ég líka hellings tíma fyrir framan tölvuna á svona kvöldum og finnst fátt skemmtilegra en að skoða hvað gæti verið gaman að eyða peningunum í. Hér kemur brot af því sem ég hef verið að skoða:




Ætli það sé hægt að fá þetta í fullorðinsstærðum? Teddy Toes Couture flísteppi fæst hér.


Ævintýralegt tjald fyrir spennandi innileiki. Fæst t.d. á Amazon.



Þessi frábæri púði sem er hægt að stinga fótunum ofaní fæst í Ikea á 695 krónur!


Þessi græni flóðhestalampi kemur manni í gott skap um leið og hann lýsir upp skammdegið! Fæst hér.

Einn furðuhlutur að lokum. Þetta er trefill. Sem um leið er ferðaskemmtistaður fyrir ungabörn. Vefðu honum um hálsinn á þér og sláðu tvær flugur í einu höggi. Haltu á þér hita og hafðu ofan af fyrir barninu þínu (svo lengi sem þú heldur á því). Ég veit nú ekki hvort ég myndi láta sjá mig með þetta!

sunnudagur, 17. ágúst 2008

BÚMM, BÚMM, BÚMM...

Þegar ég var lítil vissi ég um fátt skemmtilegra en að búa til hús með því að raða saman stólum og setja teppi yfir. Litla stelpan í mér fær öran hjartslátt við tilhugsunina um að eiga græju eins og CRAZY FORTS.
 

Mig grunar að sonur minn fái svona í jólagjöf;)
CRAZY FORTS fæst t.d. hérna

fimmtudagur, 7. ágúst 2008

I SPY speglar

Ástralski hönnuðurinn Cindy-Lee Davis hefur hannað skemmtilega silúettu spegla seríu af börnum á hreyfingu. Hægt er að velja á milli, TO DANCE, TO CLIMB, TO FIND og TO WEAR. 
Þessu líflegu speglar fást t.d. hér.

mánudagur, 28. júlí 2008

Meira um crocs


Ég veit ekki hvar þið standið í sambandi við crocs skóna og ég skal láta ósagt hver mín eigin skoðun er, en fyrir aðdáendur skærlitaðs skótaus úr léttu plasti vil ég kynna til sögunnar handtösku í stíl! Sannar dömur bera töskur í stíl við skóna sína, er það ekki? Meira að segja í garðvinnuna (ef það kveikir í ykkur, rifjið þá endilega upp þennan póst), á ströndina, í sund eða hvað sem ykkur dytti í hug að nota þetta í. Fæst hér.

föstudagur, 11. júlí 2008

Veistu hvað þetta er?

Ég rakst á þetta þegar ég var að skoða heimasíðu Englabossa um daginn. Ég vissi ekki einu sinni að þetta væri til!
Smellið á lesið nánar til að komast að því hvað þetta er (ef þið eruð jafn grænar og ég!


Já, þetta eru typpahattar! Til að varna því að maður fái sprænuna yfir sig þegar maður er að skipta á litlum gaurum. Allt er nú til segi ég bara!

laugardagur, 5. júlí 2008

Regnboga leikfang/hljóðfæri


Regnboginn var hannaður af Heiko Hillig. Þetta er eitt mest selda leikfangið frá Naef. Hann hefur hlotið mörg verðlaun þ.á.m. German Design Award Wooden Toys árið 1997.
Regnboginn er frábært leikfang sem örvar tóneyrað ásamt því að bjóða uppá óteljandi möguleika á litaröðun og tónröðun.
Regnboginn fékkst í Börn náttúrunnar en þeir selja hann ekki lengur heldur litla regnbogann sem er ekki síðra leikfang.
Regnbogann í formi hljóðfæris er aftur á móti hægt að panta hér.

fimmtudagur, 3. júlí 2008

Litaðu á vegginn elskan


Tick-Tock-Snow er veggfóður sem hefur aðeins útlínur og á eigandinn sjálfur að lita myndirnar. Ég get ímyndað mér að krakkar hefðu mjög gaman  af slíku veggfóðri í herberginu sínu.
Veggfóðrið fæst t.d. hérna.

fimmtudagur, 26. júní 2008

Að læra stafina

Ég og strákurinn minn vorum að koma úr tveggja ára afmæli hjá syni vinkonu minnar. Það var auðvitað ofsalega spennandi að fá að skoða dótið hans og ég sat inni í barnaherbergi með þeim tveimur guttum í smástund. Afmælisbarnið átti kassa fullan af eins konar gúmmíbókstöfum og rétti mér stoltur einn og sagði Ká! Og viti menn, það var einmitt stafurinn K sem hann hafði rétt mér. Ég fór að sýna honum aðra stafi og spyrja hvað þeir hétu, og alltaf kom hann með réttan staf. Mér fannst þetta alveg stórkostlegt og um leið og minn litli var sofnaður settist ég við tölvuna til að sjá hvar ég gæti fengið svona. Mér tókst nú ekki að finna þá í neinni íslenskri búð, en ég er nú viss um að þeir fáist í flestum leikfangaverslunum og jafnvel bókaverslunum. Ég fann þessa á myndinni hér fyrir ofan á Amazon, en ég ætla nú að fara á stúfana bráðum og leita að þessu hér heima. Það er svo yndislegt að sjá hvernig augun barnanna okkar ljóma þegar þau vita að þau hafa lært eitthvað - og ókei, ég skal viðurkenna það, ég er keppnismamma :p

mánudagur, 23. júní 2008

Litli tvíbbinn minn



Við fundum síðu sem heitir My tiny twin og á síðunni er að finna dúkkur sem hægt er að kaupa og fá á þær alveg eins föt og á barnið sitt. Heita dúkkurnar einmitt My tiny twin eða litli tvíburinn minn.
Síðan er reyndar öll á hollensku en það er hægt að panta þessar dúkkur og fötin þar en fötin eru frá Mim-pi sem er mjög smart hollenskt fatamerki.
Það hefði nú verið gaman að eiga alveg eins föt á dúkkuna sína þegar maður var lítill.