Sýnir færslur með efnisorðinu Fjölskyldan. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Fjölskyldan. Sýna allar færslur
föstudagur, 27. mars 2009
Gaman á hönnunardögum
Efnisorð:
Börn,
Fjölskyldan,
Föndur,
Góð hugmynd,
Handlagna hornið,
Mömmur,
Pabbar,
Unglingar
þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Dalvíkursleðinn

Dalvíkursleðinn er eftir Dag Óskarsson.
Sleðinn er svo sætur að ég vildi helst hafa hann bara í stofunni.
Sleðinn fæst t.d. í Þjóðminjasafninu og Birkilandi.
miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Litað á boli
mánudagur, 2. febrúar 2009
Erró og Ilmur

Mig langaði til að benda ykkur á einstaklega skemmtilega sýningu sem er í Hafnarhúsinu. Ég læt mér nægja að afrita textann sem er inni á síðu Listasafns Reykjavíkur þar sem hann lýsir sýningunni nokkuð vel:)
ERRÓ - MYNDASPIL
Fjölskylduvæn sýning sem Ilmur Stefánsdóttir listamaður á veg og vanda að. Á sýningunni bregður Ilmur á leik með nokkur af stærri verkum Errós, brýtur þau niður í stóra, handhæga kubba sem hægt er að raða aftur samkvæmt frummyndinni, sem hangir á veggnum eða skapa ný verk. Kubbarnir eru mjúkir og bjóða upp á fleiri notkunarmöguleika, t.d. að búa til sófa, borð, turna eða hvaðeina annað. Á veggjum sýningarsalarins eru einnig hugmyndir að leikjum sem lúta að myndefni kubbana, eins og að finna ákveðnar persónur, hluti og fyrirbæri og raða þeim saman og mynda þannig nýtt listaverk.
laugardagur, 31. janúar 2009
mánudagur, 23. júní 2008
Hverjum líkist dúkkan?

Hjá Uncommon Goods eru til sölu dúkkur sem maður fær sjálfur að ákveða útlitið á. Dúkkunum fylgja video leiðbeiningar og efni til að vinna þær.
Væri ekki gaman að útbúa dúkkur sem líkjast hverjum og einum í fjölskyldunni?
Dúkkurnar fást t.d. hérna
Efnisorð:
Afþreying,
Börn,
Fjölskyldan,
Föndur,
Handlagna hornið,
Sniðug vara
þriðjudagur, 10. júní 2008
Fjölskyldan á borðum

Leirlistakonan May Lukt sameinar tvær ástríður sínar, keramik og myndskreytingar í fallegu djúpu diskunum sínum "Bespoke Silhouette Bowl From Your Photo".

Eins og nafnið gefur til kynna gerir hún diska eftir vangamyndum sem kaupandinn sendir henni. Diskarnir eru því afskaplega persónulegir og skemmtilegt að hafa þá við borðhaldið eða bara til skrauts.

Diskarnir eru mjög notendavænir og þola bæði að fara í uppþvottavél og örbylgjuofn.
Þeir eru tilvaldir í gjöf handa ástvinum... eða bara handa manni sjálfum.... ég væri til í að safna mér í sett af allavega 12 vangasvipum!
Diskarnir fást hérna.
Efnisorð:
Fjölskyldan,
Góð hugmynd,
Heimili,
Hönnun,
Sniðug vara
þriðjudagur, 3. júní 2008
FjölskylduLEGÓstund

Sonur Legósmiðsins "Moko" teiknaði þetta skemmtilega vélmenni sem faðir hans byggði svo úr legókubbum.
Frábær hugmynd að fjölskyldustund sem skilur svo miklu meira eftir sig en t.d. að sitja fyrir framan imbann yfir góðri teiknimynd.
Efnisorð:
Börn,
Fjölskyldan,
Mömmur,
Pabbar,
sniðug hugmynd
Persónulegt skart

Vefverslunin Warm Biscuit selur fallega og persónulega skartgripi. Þeir eru úr silfri og handgerðir af listakonunni Shannon Sunderland.
Efnisorð:
Fjölskyldan,
Góð hugmynd,
Mömmur,
Pabbar,
Sniðug vara
mánudagur, 2. júní 2008
Heimatilbúið

Það er ýmislegt hægt að búa til heima til að hafa ofanaf fyrir börnunum okkar. Gömlu góðu sápukúlurnar geta verið endalaus skemmtun; hver getur blásið stærstar/flestar og svo er auðvitað gaman að elta þær líka. Ég fann þessa barn(augna)vænu uppskrift að sápukúlulegi á Wikipedia.
60 ml barnasjampó
200 ml vatn
45 ml maís síróp (veit ekki hvort aðrar sírópsgerðir virka)

Nú svo er auðvitað trölladeigið, sem er svo rammsalt að fæst börn fá sér aftur eftir að hafa bragðað á því einu sinni. Flestir hafa einhvern tíman búið þetta til, en það sakar ekki að rifja upp uppskriftina:
1 bolli vatn
1 bolli hveiti
1 bolli salt
1 msk matarolía
svo má bæta við matarlit, ef vill, hér á myndinni hefur líka verið sett smá glimmer með - ekki slæm hugmynd fyrir litlar prinsessur!
fimmtudagur, 29. maí 2008
Töff föndur

Marshall Alexander er grafískur hönnuður sem hannar pappírsleikföng í frístundum. Hann er góðhjartaður maður og leyfir öllum að eignast flottu hönnuninni hans frítt. Það eina sem við þurfum að gera er að prenta út á A4 blað, klippa, brjóta, líma og leika.
Leiföngin er hægt að nálgast hér.
Efnisorð:
Afþreying,
Börn,
Fjölskyldan,
Föndur,
Handlagna hornið,
Hönnun
föstudagur, 23. maí 2008
Róandi hljóð fyrir ungabarnið

Pediasleep er stór sniðug síða sem býður uppá róandi hlóð fyrir ungabarnið. Sum hljóðin eru eingöngu ætluð ungabörnum þar sem að þau virka ekki róandi á fullorðna en önnur koma bæði börnum og foreldrum ljúflega inn í draumalandið.
Hægt er að fá að hlusta á hljóðprufur á síðunni og svo kaupa það í lengri útgáfu. Það er ekki hægt að segja annað en að úrvalið af hljóðum er bráðfyndið! Endilega kíkið á síðuna.
föstudagur, 9. maí 2008
Stuðlar

Stóri strákurinn minn hefur afskaplega gaman af því að byggja. Það er alveg sama hvort það eru pínu litlir lego kubbar, stórir trékubbar eða sófapullur, allt virkar sem byggingarefni. Þegar ég fór á útskriftarsýninguna hjá Listaháskóla Íslands sá ég fyrirtaks byggingarefni fyrir hann. Það var veggurinn Stuðlar eftir Friðgerði Guðmundsdóttur. Veggurinn er búinn til úr einingum úr bylgjupappír sem er krækt saman. Einingarnar eru léttar, stöðugar og stórar.... og það sem er stór kostur... það fer ekkert fyrir þeim þegar maður pakkar þeim aftur saman!
Einingarnar eru framleiddar í hvítu, bláu og appelsínugulu og verða til sölu í Epal.

Þetta glæsilega virki byggðum við mæðginin saman.

Byggingameistarinn vildi gera glugga.

Og hérna er frjáls aðferð í turnasmíði!
miðvikudagur, 7. maí 2008
Viltu koma að púsla?

Teppið hér að ofan er hannað af Satyendra Pakhale og gæti t.d. hentað vel í barnaherbergið. Hver bútur er 36 cm í þvermál og er hægt að raða þeim saman að vild.
Teppið fæst t.d. hérna.
Efnisorð:
Börn,
Fjölskyldan,
Góð hugmynd,
Heimili,
Hönnun,
Sniðug vara
laugardagur, 3. maí 2008
Ævintýralegt rúm

Ég er greinilega eitthvað þreytt þessa dagana þar sem rúm fanga aðallega athygli mína. Á Kidshaus sá ég rúm drauma minna en það er hannað af Shawn Lovell. Rúmið kostar 15.000$ en þar sem er Shawn er búsett í Californíu gæti flutningskostnaðurinn orðið dálítið hár.
fimmtudagur, 24. apríl 2008
SHOWROOM REYKJAVÍK

Fyrirmyndin að sýningunni eru erlendar sölusýningar sem fataframleiðslufyrirtæki taka þátt í til að koma vöru sinni á markað. SHOWROOM REYKJAVIK er þar með vísir að framtíðardraumum íslenskra fatahönnuða og fataframleiðenda.
Sýningin verður opnuð með mótttöku föstudaginn 25. apríl kl. 17-19. Sýningin er síðan einnig opin á laugardaginn 26.apríl frá kl. 10 til 17
Meðal sýnenda á SHOWROOM REYKJAVIK eru Andersen & Lauth, Cintamani, HANNA, EYGLÓ, Lykkjufall, Starkiller, Steinunn og 66° Norður
Það er nokkuð ljóst að við mæðgur látum okkur ekki vanta þangað á laugardaginn. Skemmtileg leið til að brjóta aðeins upp daginn og skella sér kannski á sumarísinn i vesturbænum á eftir.
miðvikudagur, 23. apríl 2008
Sumardagurinn fyrsti

Sumardagurinn fyrsti, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl (þ.e. fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl).
Á sumardaginn fyrsta ætlum við fjölskyldan með barnið og eina litla á Þjóðminjasafnið en henni finnst alveg ótrúlega spennandi að fara á það safn.
Dagskráin er skemmtileg en þá er einnig frítt í safnið. Þar sem það er ekki oft frítt í söfnin á maður ekki að láta það framhjá sér fara þegar koma slík gylliboð.
Dagskrá Sumardagsins fyrsta í Þjóðminjasafninu er að þessu sinni helguð börnum og brúðum. Fyrst ber að nefna Gangandi brúðuleikhús Konstantin Shcherbak og Maríu Bjarkar Steinarsdóttur sem verður með leiksýningar klukkan 14 og 16. Aðalbrúða sýningarinnar er hin rússneska karnivalsbrúða Petrushka.
Í tilefni dagsins verður líka opnuð sýning á gömlum brúðum úr eigu safnsins á Torginu, sungið verður með börnunum, farið í hópleiki og boðið upp á listasmiðju.
Gangandi brúðuleikhús byggir á Petrushka brúðuleikhúsi sem er hluti af rússneskri karnivalsmenningu. Konstantin og María endurskapa hefðbundið rússneskt brúðuleikhús með brúðunni Petrushka og flutningi á alþýðutónlist.
Það er gaman vera barn í Þjóðminjasafninu á Sumardaginn fyrsta. Dagskráin hefst klukkan 14 en opið hús er allan daginn 11-17 og ókeypis inn.
Í tilefni dagsins verður líka opnuð sýning á gömlum brúðum úr eigu safnsins á Torginu, sungið verður með börnunum, farið í hópleiki og boðið upp á listasmiðju.
Gangandi brúðuleikhús byggir á Petrushka brúðuleikhúsi sem er hluti af rússneskri karnivalsmenningu. Konstantin og María endurskapa hefðbundið rússneskt brúðuleikhús með brúðunni Petrushka og flutningi á alþýðutónlist.
Það er gaman vera barn í Þjóðminjasafninu á Sumardaginn fyrsta. Dagskráin hefst klukkan 14 en opið hús er allan daginn 11-17 og ókeypis inn.
föstudagur, 18. apríl 2008
Útskriftarsýning LHÍ

Útskriftarsýning Listaháskóla ÍslandsVerk nemenda úr myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeildÍ Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Opnun laugardaginn 19. apríl kl. 14.00.
Boðið er upp á leiðsögn um sýninguna alla sunnudaga kl.15.00 en þá munu nemendur veita gestum innsýn í verkin sín. Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa virka daga í s: 590 1200 / netfang: fraedsludeild@reykjavik.is
Skartgriparæktun í gróðurhúsi, retro snjósleði, Menningar- og náttúrusetur á Álftanesi, vídeóskúlptúrar, ljósmyndir, skófatnaður, sprengt mótorhjól, rusl í rými, hlaupandi menn, innsetningar, fatahönnun, skilveggur úr papakössum, ljósgjafi, veggspjöld, sérsmíðaður borðbúnaður, gagnvirk vídeóverk, verzlun smákaupmanns, leturtýpur, gjörningar, fánastöng, útilistaverk, bækur og bátur uppi á þaki.
Listaháskóli Íslands
sunnudagur, 13. apríl 2008
Sunnudagar eru BARNADAGAR

Sunnudagurinn í dag þann þrettándi apríl verður helgaður ferðalögum. Starfsmaður safnsins kynnir upplýsingabrunna og bókunarvélar á sviði ferðamála og gefur leiðbeiningar varðandi leitaraðferðir við að finna ferðatengdar upplýsingar.
Á sama tíma verður sögustund fyrir börn, Ólöf Sverrisdóttir leikkona les skemmtilegar sögur um ferðalög.
Á sama tíma verður sögustund fyrir börn, Ólöf Sverrisdóttir leikkona les skemmtilegar sögur um ferðalög.
Upplýsingar um næstu sunnudaga er hægt að nálgarst hér
fimmtudagur, 10. apríl 2008
Laugardagsheimsókn á Kjarvalsstaði

Á laugardaginn var ákvað ég að leyfa kallinum að sofa frameftir og fara út með strákinn. Við byrjuðum á að fara á leikvöllinn á Miklatúni og löbbuðum svo yfir á Kjarvalsstaði. Þar er yndislegt kaffihús, en það besta er að þar er nægilegt pláss fyrir orkumikinn gaur að hlaupa um, fullt af dóti að leika sér með, bækur til að skoða og litir og blöð til að teikna. Já og listaverk auðvitað líka til að skoða. Við vorum mætt klukkan 10 þegar safnið opnar svo við höfðum staðinn næstum út af fyrir okkur.
Ég held þetta hafi verið í fyrsta sinn sem ég slappaði af með stráknum mínum á kaffihúsi; venjulega þarf ég að stoppa hann af svo hann fari sér ekki að voða í tröppum, velti einhverju um koll eða bara angri aðra gesti sem eru ekki vanir litlum ólátabelgjum.
Ekki skemmir að aðgangur er ókeypis, eins og á önnur söfn sem eru hluti af Listasafni Reykjavíkur. Tilvalin helgarskemmtun.
Ég held þetta hafi verið í fyrsta sinn sem ég slappaði af með stráknum mínum á kaffihúsi; venjulega þarf ég að stoppa hann af svo hann fari sér ekki að voða í tröppum, velti einhverju um koll eða bara angri aðra gesti sem eru ekki vanir litlum ólátabelgjum.
Ekki skemmir að aðgangur er ókeypis, eins og á önnur söfn sem eru hluti af Listasafni Reykjavíkur. Tilvalin helgarskemmtun.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)