Fatahönnunarfélag Íslands stendur fyrir sýningu í portinu í Hafnarhúsinu dagana 25. og 26. apríl undir nafninu SHOWROOM REYKJAVIK.
Fyrirmyndin að sýningunni eru erlendar sölusýningar sem fataframleiðslufyrirtæki taka þátt í til að koma vöru sinni á markað. SHOWROOM REYKJAVIK er þar með vísir að framtíðardraumum íslenskra fatahönnuða og fataframleiðenda.
Sýningin verður opnuð með mótttöku föstudaginn 25. apríl kl. 17-19. Sýningin er síðan einnig opin á laugardaginn 26.apríl frá kl. 10 til 17
Meðal sýnenda á SHOWROOM REYKJAVIK eru Andersen & Lauth, Cintamani, HANNA, EYGLÓ, Lykkjufall, Starkiller, Steinunn og 66° Norður
Það er nokkuð ljóst að við mæðgur látum okkur ekki vanta þangað á laugardaginn. Skemmtileg leið til að brjóta aðeins upp daginn og skella sér kannski á sumarísinn i vesturbænum á eftir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli