Sýnir færslur með efnisorðinu Handlagna hornið. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Handlagna hornið. Sýna allar færslur

fimmtudagur, 28. maí 2009

Ég vildi óska þess...


... að ég kynni að prjóna! Fyrir ykkur sem eruð svo klárar í höndunum eru hér hellingur af ókeypis uppskriftum, á bæði börn og fullorðna.

föstudagur, 27. mars 2009

Gaman á hönnunardögum

Endilega kíkja í gömlu Rúgbrauðsgerðina um helgina!

miðvikudagur, 11. febrúar 2009

Fugla órói

Mig langar mjög í svona og það er aldrei að vita nema að ég setjist við saumavélina og taki síðan greinar úr garðinum....
Hér getið þið nálgast sniðið af fuglunum.

Einfalt og sætt

Ég sá þetta hjá D*S og fannst þetta einföld og skemmtileg hugmynd ...og langaði því að deila henni með ykkur. Reyndar er þetta upphaflega frá Jessica Jones.

miðvikudagur, 4. febrúar 2009

Litað á boli

Picture_1

Þessi frábæri stuttermabolur er frá Albino
...svo er hugmynd í kreppunni að teikna sjálfur mynd á hvítan stuttermabol sem unginn litar.
Ef þú vilt skoða nánar þá er það hérna.

sunnudagur, 1. febrúar 2009

Egg og beikon

Felt Bacon and Egg Breakfast

Fyrir þá sem kunna að þæfa þá er þetta ótrúlega flott hugmynd af leikföngum en fyrir hina þá fæst þæfður matur hérna.



laugardagur, 31. janúar 2009

Ský eftir Donnu Wilson


Það er eitthvað heillandi við þessa púða...
...frá því ég var lítil stelpa hefur mig dreymt um að liggja á skýjahnoðra....

Skýin fást í 3 litum og 3 stærðum. Frekari upplýsingar eru hér.

föstudagur, 12. desember 2008

Kreppu gjafamiðar


Þessa fallegu miða sáum við á blogginu hjá OhJoy. Þetta er ótrúlega flott lausn í kreppunni!

miðvikudagur, 19. nóvember 2008

Listaverk beint úr prentaranum II

Ég var svo hrifin af færslunni hennar Hörpu, "listaverk beint úr prentaranum" að ég ákvað að prófa sjálf. Listaverkið er gert úr 36 A4 blöðum og hangir það nú á besta stað í stofunni.

fimmtudagur, 16. október 2008

Handgerð leikföng

Etsy.com er síða þar sem handlagnir einstaklingar geta selt handgerðar vörur. Þar er hægt að finna ógrynni af barnavörum, þar á meðal leikföng. Ég ætla nú ekki að fara að leggja til að við förum að eyða krónunum okkar í rándýra vöru í dollurum (spurning hvort það sé nokkuð hægt jafnvel), en hér má þó finna innblástur að heimagerðum jólagjöfum.

Púslufiðrildi frá usnavyretiredvet.

Fíll á hjólum frá Cookie Dough.

Prjónuð skjaldbaka frá Happy Whosits.Rugguhestur frá Little Sapling Toys.

föstudagur, 12. september 2008

Ikea Hacker


Ikea Hacker er síða þar sem handlagið fólk getur sent inn myndir af hlutum sem það hefur búið til úr húsgögnum og öðru sem keypt hefur verið í Ikea. Við höfum áður skrifað um skiptiveski sem búið var til úr geisladiskamöppu, og nú fundum við þennan krúttlega barnafataskáp sem búinn var til úr lítilli bókahillu. Smellið hér til að nálgast leiðbeiningarnar.

miðvikudagur, 13. ágúst 2008

Krúttuleg verkfæri



Fiona Dyer er listamaður frá Ástralíu  sem saumar fallegar hringlur í líki verkfæra. 
Þetta er skemmtileg hugmynd sem handlagnir geta útfært á sinn hátt og jafnvel nýtt efnisafgangana sem eiga til að safnast fyrir.
Hringlurnar fást hérna.

mánudagur, 30. júní 2008

Flottur gítar!


Þessi gítar er svo hrikalega sætur að ég varð að sýna ykkur hann.
Annars er ekki vitlaus hugmynd að sauma sjálfur uppáhalds hljóðfærið sitt í álíka einfaldri útgáfu fyrir litla krílið eða bara til að nota sem púða í stofuna.
Gítarinn fæst hérna

mánudagur, 23. júní 2008

Hverjum líkist dúkkan?


Hjá Uncommon Goods eru til sölu dúkkur sem maður fær sjálfur að ákveða útlitið á. Dúkkunum fylgja video leiðbeiningar og efni til að vinna þær. 
Væri ekki gaman að útbúa dúkkur sem líkjast hverjum og einum í fjölskyldunni?
Dúkkurnar fást t.d. hérna

fimmtudagur, 29. maí 2008

Töff föndur


Marshall Alexander er grafískur hönnuður sem hannar pappírsleikföng í frístundum. Hann er góðhjartaður maður og leyfir öllum að eignast flottu hönnuninni hans frítt. Það eina sem við þurfum að gera er að prenta út á A4 blað, klippa, brjóta, líma og leika.
Leiföngin er hægt að nálgast hér

mánudagur, 26. maí 2008

Heimasmíðað eldhús úr pappa!



Þetta fallega barnaeldhús er endurunnið úr pappakössum sem voru  á leiðinni á haugana, vírherðatrjám úr fatahreinsuninni og ýmsum afgöngum sem voru til heima. 
Hvorki eru notaðir naglar né lím, aðeins skeitt snilldarlega saman. Auðvelt er að taka eldhúsið aftur í sundur og fer ekkert fyrir því í geymslunni þar sem að það geymist flatt.



Á etsy er hægt að kaupa leiðbeiningarnar, sem eru 14 síður, á 8$ og eru þær svo sendar til manns í tölvupósti.
Þetta er fallegt, ódýrt og náttúruvænt! Kaupa hér takk!:o)

laugardagur, 10. maí 2008

Sniðugt verkefni fyrir handlagna

Anna (forty-two roads) var orðin leið á að sjá ónotuð leikföng barnanna sinna út um allt hús en fékk það ekki af sér að henda þeim. Hún brá á það ráð að endurbólstra risavaxinn rauðan, gulan og bláan snigil með ódýru efni úr IKEA og sjáið bara árangurinn!

Svona leit hann út fyrir og á meðan.

Hér getið þið skoðað fleiri verkefni Önnu og hér er búðin hennar á Etsy.