mánudagur, 26. maí 2008

Heimasmíðað eldhús úr pappa!Þetta fallega barnaeldhús er endurunnið úr pappakössum sem voru  á leiðinni á haugana, vírherðatrjám úr fatahreinsuninni og ýmsum afgöngum sem voru til heima. 
Hvorki eru notaðir naglar né lím, aðeins skeitt snilldarlega saman. Auðvelt er að taka eldhúsið aftur í sundur og fer ekkert fyrir því í geymslunni þar sem að það geymist flatt.Á etsy er hægt að kaupa leiðbeiningarnar, sem eru 14 síður, á 8$ og eru þær svo sendar til manns í tölvupósti.
Þetta er fallegt, ódýrt og náttúruvænt! Kaupa hér takk!:o)

Engin ummæli: