mánudagur, 26. maí 2008

Coco Stylewood ömmustóllinn

Á Giggle.com rákumst við á þennan svokallaða ömmustól en hann er enginn venjulegur ömmustóll. Hann er ekki eingöngu falleg hönnun heldur hefur fengið góða dóma fyrir notagildi og hönnun. Stóllinn er frá bloom og gengur undir nafninu Coco Stylewood baby lounger og er hægt að nota hann þó barnið stækki. Hann er hægt að panta á Giggle.com og fá hann sendan heim til Íslands í gegnum ShopUsa en það kemur svona húsgagn inn á heimilið hjá mér með næsta barni. Loksins fallegt húsgagn sem hægt er að fá í stíl við þessi annars fullkomnu kríli.

Við fengum ábendingu að sami stóll fengist í BabySam Skeifunni en heimasíða þeirra liggur niðri eins og er vegna breytinga.


1 ummæli:

Árný sagði...

hæhæ, þessi stóll var líka til í Babysam niðrí Skeifu seinast þegar ég leit þar við