Sýnir færslur með efnisorðinu Pabbar. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Pabbar. Sýna allar færslur

mánudagur, 1. júní 2009

Pabbamorgnar á Kaffi Hljómalind


Miðvikudagsmorgnar eru pabbamorgnar á Kaffi hljómalind. Klukkan 10 hittast heimavinnandi feður eða feður í fæðingarorlofi með krílin sín og eiga huggulega stund saman.

föstudagur, 27. mars 2009

Gaman á hönnunardögum

Endilega kíkja í gömlu Rúgbrauðsgerðina um helgina!

laugardagur, 15. nóvember 2008

Skiptitöskur fyrir skvísur


Það verður að segjast að skiptitöskur eru sjaldan smart og oftast eru þær ekki merkilegri en venjulegir bakpokar. Þess vegna fæ ég fiðring í magan við að skoða skiptitöskurnar hjá Miabossi - diapers in disguise.

Þar er mottóið að hanna fallegar töskur sem um leið eru praktískar skiptitöskur og tölvutöskur! 
Með hverri tösku fylgir tvennskonar skipulag sem er hægt að skipta út eftir þörfum.


Hér sjáið þið þegar taskan er nýtt sem skiptitaska.



.

og hér þegar hún er nýtt sem tölvutaska.

Hér getið þið skoðað mismunandi gerðir sem eru í boði hjá Miabossi og verslað

þriðjudagur, 15. júlí 2008

Látið Buddha vísa veginn!

Það getur tekið á taugarnar að ala upp börn. Við höfum öll prófað að standa úti í búð með öskrandi krakka og mest langað til að henda okkur sjálfum öskrandi í gólfið eða hreinlega labba út. Börn virðast geta fundið upp allar mögulegar leiðir til að reyna á þolrif okkar og við bætist álag af væntingum sem við sjálf, samfélagið, fjölskyldur okkar og jafnvel makar gera til okkar.

Einhverja hjálp gæti verið að finna í þessari bók, Buddhism for Mothers, sem lofar mæðrum hagnýtum ráðum í erfiðum aðstæðum og leiðum til að ná jafnvægi í lífi sínu þegar allt virðist fara á hvolf.

þriðjudagur, 24. júní 2008

Heimaslökun


Það er mikilvægt fyrir okkur öll að slaka á og endurnærast. Foreldrastarfinu getur fylgt mikil streita og þreyta, og því sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem eiga ung börn að huga að sjálfsrækt. Það er þó stundum auðveldara sagt en gert, því þegar börnin eru loks komin í háttinn bíða staflarnir af ósamanbrotnum þvotti, uppvaskið og tiltektin og glotta framan í okkur. Það er ekki auðvelt að finna tíma til slökunar en þó er þetta eitthvað sem allir ættu að gera á hverjum degi. Það gerir okkur hiklaust að betri foreldrum og betri manneskjum. Sem betur fer er stundum hægt að stytta sér leið og ég er mikill aðdáandi Aveda varanna í þessum tilgangi.

Slakandi ilmgjafar í Calming Body Cleanser fengnir úr rósum, vanillu og lofnarblómum gefa líkama og huga tækifæri á því að slaka á í hvert sinn sem þú þværð þér í sturtunni.

Soothing Aqua Therapy inniheldur steinefna ríkt salt sem er fengið úr Dauðahafinu en það hefur verið þekkt öldum saman fyrir endurnærandi eiginleika sína. Húðin verður mjúk og spennu og álagseinkenni hverfa. Leyfðu þér að slaka á í baði í 10-20 mínútur af og til, og ekki skemmir að kveikja á góðu ilmkerti og jafnvel setja róandi geisladisk á.

Þessar og fjöldinn allur af öðrum vörum, fást á ýmsum hárgreiðslustofum um land allt, og auðvitað í Aveda versluninni í Kringlunni. Ég mæli með því að kíkja þangað og athuga úrvalið.

mánudagur, 23. júní 2008

Frábær búbót

Á Boing Boing Gadgets fundum við þessa frábæru mæliskeið. Hún væri eflaust dýrasta mæliskeið sem keypt hefði verið á heimilið en framleiðandinn heldur því fram að nákvæmni skeiðarinnar sé upp á 1/10 úr grammi. Á Boing Boing Gadgets mæla þeir með að skeiðin sé tilvalin til að vigta "saffran, trufflur, balsamik og krakk" en hið síðastnefnda nýtist líklega eingöngu mjög þröngum hópi fólks sem er í mæliskeiðahugleiðingum.
Á ProIdee er hægt að panta þessa frábæru skeið og senda þeir hingað á Frón. Er ég viss um að litlir sem stórir stráklingar hefðu gaman af að mæla allt það skemmtilega sem leynist í eldhúsinu með þessum skemmtilega grip.

mánudagur, 16. júní 2008

Hvítlaukspressa á hjólum


Á Amazon fundum við þessa frábæru hvítlaukspressu ef pressu mætti kalla. Hún er eins og lítill bíll og ætti því að vera auðvelt að fá kallinn til að hjálpa til í eldhúsinu. Hann gæti keyrt um eldhúsbekkinn.
Maður setur einfaldlega afhýddan hvítlauksgeira í efri hlerann á þessu litla apparati, lokar hleranum og rúllar apparatinu fram og aftur með smá pressu á efri hlerann.
Svo opnar maður hlerann og búmmsjakabúmm hvítlaukurinn er til.
Apparatið má setja í uppþvottavél.
Ein sniðugasta leiðin til að merja hvítlauk sem við höfum séð hérna á Obbosí.
Kostar aðeins $9.99, það er ekki mikið fyrir að hafa vellyktandi hendur eftir eldamennskuna.

þriðjudagur, 3. júní 2008

FjölskylduLEGÓstund

Á heimasíðu Boing Boing Gadgets sáum við þessa hugmynd um að leyfa börnunum að teikna fígúrur eða einhvern hlut og svo geta foreldrar og börn hannað fígúrurnar eða hlutinn saman.


Sonur Legósmiðsins "Moko" teiknaði þetta skemmtilega vélmenni sem faðir hans byggði svo úr legókubbum.


Frábær hugmynd að fjölskyldustund sem skilur svo miklu meira eftir sig en t.d. að sitja fyrir framan imbann yfir góðri teiknimynd.

Persónulegt skart


Vefverslunin Warm Biscuit selur fallega og persónulega skartgripi. Þeir eru úr silfri og handgerðir af listakonunni Shannon Sunderland. 
Hægt er að bæta við nafni á armbandið við fæðingu hvers barns eða viðburðar eða versla bara einu lagi. 
Armbandið fæst hér.   



Einnig er hægt að senda þeim mynd á tölvutækuformi til að búa til hálsmen úr. Nafn eða texti er svo stimplaður eftir óskum hvers og eins. 
Hálsmenið fæst hér.

föstudagur, 23. maí 2008

Kornabörn tala!


Hin ástralska Priscilla Dunstan hefur einstakt hljóðminni og gerði hún merka uppgötvun er hún eignaðist sitt fyrsta barn. Priscilla tók eftir því að barnið myndaði ákveðin hljóð, nokkru áður en grátur byrjaði, þegar það var svangt, þreytt, illt í maganum o.s.frv. Í fyrstu taldi hún að þetta væri aðeins tungumál barnsins hennar en fór svo að taka eftir þessum sömu hljóðum hjá öðrum börnum. Hún fór því að rannsaka uppgötvun sína nánar og sá að það skipti ekki máli frá hvaða landi börnin kæmu eða af hvaða kynþættu þau væru þau sögðu öll sömu hljóðin. Þessi hlóð væri þó sterkust þegar börnin væru undir 3 mánaða en ef börnin fengu rétt viðbrögð við hljóðunum þá héldu þau áfram að nota þau til tjáningar.
 
Neh - ég er svöng/svangur
Eh - ég þarf að ropa
Heh - það fer illa um mig
Eairh - ég þarf að prumpa
Owh - ég er þreytt/ur

Ef þið viljið fræðast meira um tungumál kornabarna þá getið þið séð viðtal sem Oprah Winfrey tók viðtal við Pricsillu og skoðað vefsíðuna Dunstan baby language.

Á YouTube fundum við líka viðtal með hljóðdæmum og er það hérna.

Róandi hljóð fyrir ungabarnið


Pediasleep er stór sniðug síða sem býður uppá róandi hlóð fyrir ungabarnið. Sum hljóðin eru eingöngu ætluð ungabörnum þar sem að þau virka ekki róandi á fullorðna en önnur koma bæði börnum og foreldrum ljúflega inn í draumalandið. 
Hægt er að fá að hlusta á hljóðprufur á síðunni og svo kaupa það í lengri útgáfu. Það er ekki hægt að segja annað en að úrvalið af hljóðum er bráðfyndið! Endilega kíkið á síðuna.

laugardagur, 3. maí 2008

Ævintýralegt rúm


Ég er greinilega eitthvað þreytt þessa dagana þar sem rúm fanga aðallega athygli mína. Á Kidshaus sá ég rúm drauma minna en það er hannað af Shawn Lovell. Rúmið kostar 15.000$ en þar sem er Shawn er búsett í Californíu gæti flutningskostnaðurinn orðið dálítið hár.

föstudagur, 2. maí 2008

Flott!!!

Á Ohdeeoh rakst ég á annað ungbarnarúm sem hægt er að tengja við stóra rúmið. Rúmið heitir Culla Belly og er hannað af Manuela Busetti og Andrea Garuti. Rúmið er svo stílhreint og flott að ég bara varð að sýna ykkur það þótt nýbúið sé að fjalla um Co-sleeper ...enda er þetta rúm ólíkt flottara! 
Ég veit því miður ekki hvar Culla Belly er til sölu en þegar ég googlaði fann ég bara endalaus blogg sem dásama rúmið ...og bættist nú enn eitt bloggið við!
...hér sjáið þið rúmið eins og vöggu. 
...og hér hvernig þessir 2 möguleikar virka. 

miðvikudagur, 30. apríl 2008

Öruggt og notalegt

Eins yndislegt og það er að eignast barn og sinna þörfum þess geta næturnar verið ansi slítandi. Það er því gott að reyna að gera lífið eins einfalt og hægt er til að maður glaðvakni ekki í hvert sinn sem litla barnið þarf að drekka. Sjálf þekki ég vel hvað það getur verið slæmur vítahringur að þurfa að berjast við að sofna aftur eftir eina af nætugjöfunum áður en að litla krílið vaknar aftur á ný til að drekka. 

Sumir láta litla barnið sofa á milli í hjónarúminu svo auðvelt sé að skella því á brjóst þegar svengdin kallar. Aðrir hafa vögguna við hliðina á rúminu og sækja svo barnið þegar það vill næringu og hlýju. Sjálf glaðvaknaði ég í hvert skipti sem ég þurfti að ná í litla karlinn minn úr vöggunni og veit ég því að ungbarnarúmið sem sýnt er hér að ofan hefði gert kraftaverk fyrir minn svefn.

Ungbarnarúmið er fest við hjónarúmið þannig að með lítilli fyrirhöfn er hægt að leggja barnið á brjóst. Þetta er alveg jafn auðvelt og ef barnið svæfi uppí. Það sem er ennþá betra er að barnið hefur samt sem sitt pláss og því engin hætta á að barnið lendi undir foreldrunum á meðan þau sofa, og þarf því enginn að vera andvaka yfir því! Til eru margar útgáfur á þessum rúmum en þetta tiltekna rúm heitir Babybay og fæst t.d. í Babysam í Danmörku. Hægt er að panta það  í gegnum Babysam á Íslandi.

mánudagur, 28. apríl 2008

Hjólað í vinnuna, 7.-23. maí


Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarátakinu “Hjólað í vinnuna”. Megin markmið átaksins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Í ár fer átakið fram 7.-23. maí. Ég ætla að taka þátt og hjóla með guttann á leikskólann og svo í vinnuna, en ég þoli ekki spandex og skærgula vindjakka. Svo ég ákvað að sækja innblástur á Copenhagen Cycle Chic (bæði ég og sá stutti munum þó vera með hjálm - að sjálfsögðu).


Í háum hælum og pilsi

Ein með nýfætt

Líka í vondu veðri

Með innkaupapokana

Á rauðu ljósi

Hér er pláss fyrir tvö

Líka fyrir bankastarfsmenn :)

Já þeir kunna þetta Danirnir! Svo sjáum við hvernig gengur, hver veit nema maður selji bara bílinn og fari að gera þetta svona. Gott fyrir budduna, gott fyrir heilsuna og gott fyrir umhverfið!!!