þriðjudagur, 24. júní 2008

Heimaslökun


Það er mikilvægt fyrir okkur öll að slaka á og endurnærast. Foreldrastarfinu getur fylgt mikil streita og þreyta, og því sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem eiga ung börn að huga að sjálfsrækt. Það er þó stundum auðveldara sagt en gert, því þegar börnin eru loks komin í háttinn bíða staflarnir af ósamanbrotnum þvotti, uppvaskið og tiltektin og glotta framan í okkur. Það er ekki auðvelt að finna tíma til slökunar en þó er þetta eitthvað sem allir ættu að gera á hverjum degi. Það gerir okkur hiklaust að betri foreldrum og betri manneskjum. Sem betur fer er stundum hægt að stytta sér leið og ég er mikill aðdáandi Aveda varanna í þessum tilgangi.

Slakandi ilmgjafar í Calming Body Cleanser fengnir úr rósum, vanillu og lofnarblómum gefa líkama og huga tækifæri á því að slaka á í hvert sinn sem þú þværð þér í sturtunni.

Soothing Aqua Therapy inniheldur steinefna ríkt salt sem er fengið úr Dauðahafinu en það hefur verið þekkt öldum saman fyrir endurnærandi eiginleika sína. Húðin verður mjúk og spennu og álagseinkenni hverfa. Leyfðu þér að slaka á í baði í 10-20 mínútur af og til, og ekki skemmir að kveikja á góðu ilmkerti og jafnvel setja róandi geisladisk á.

Þessar og fjöldinn allur af öðrum vörum, fást á ýmsum hárgreiðslustofum um land allt, og auðvitað í Aveda versluninni í Kringlunni. Ég mæli með því að kíkja þangað og athuga úrvalið.

Engin ummæli: