Sýnir færslur með efnisorðinu Föndur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Föndur. Sýna allar færslur
föstudagur, 27. mars 2009
Gaman á hönnunardögum
Efnisorð:
Börn,
Fjölskyldan,
Föndur,
Góð hugmynd,
Handlagna hornið,
Mömmur,
Pabbar,
Unglingar
föstudagur, 12. desember 2008
miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Listaverk beint úr prentaranum II

Ég var svo hrifin af færslunni hennar Hörpu, "listaverk beint úr prentaranum" að ég ákvað að prófa sjálf. Listaverkið er gert úr 36 A4 blöðum og hangir það nú á besta stað í stofunni.
Efnisorð:
Föndur,
Góð hugmynd,
Handlagna hornið,
Heimili,
sniðug hugmynd
miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Leiðist krökkunum?

fimmtudagur, 3. júlí 2008
Litaðu á vegginn elskan

Tick-Tock-Snow er veggfóður sem hefur aðeins útlínur og á eigandinn sjálfur að lita myndirnar. Ég get ímyndað mér að krakkar hefðu mjög gaman af slíku veggfóðri í herberginu sínu.
Veggfóðrið fæst t.d. hérna.
mánudagur, 23. júní 2008
Hverjum líkist dúkkan?

Hjá Uncommon Goods eru til sölu dúkkur sem maður fær sjálfur að ákveða útlitið á. Dúkkunum fylgja video leiðbeiningar og efni til að vinna þær.
Væri ekki gaman að útbúa dúkkur sem líkjast hverjum og einum í fjölskyldunni?
Dúkkurnar fást t.d. hérna
Efnisorð:
Afþreying,
Börn,
Fjölskyldan,
Föndur,
Handlagna hornið,
Sniðug vara
fimmtudagur, 5. júní 2008
Fyrir litla hönnuðinn og listamanninn

Þetta sniðuga pappa hús fundum við á LITTLE FASHION GALLERY.
Það sem er svo skemmtilegt við þetta hús er að krakkarnir geta sjálfir skreytt og málað húsið eftir þeirra hugmyndum og leyft sköpunargleðinni að njóta sín.
Húsið fæst í LITTLE FASHION GALLERY og hérna heima í Living.is.
fimmtudagur, 29. maí 2008
Töff föndur

Marshall Alexander er grafískur hönnuður sem hannar pappírsleikföng í frístundum. Hann er góðhjartaður maður og leyfir öllum að eignast flottu hönnuninni hans frítt. Það eina sem við þurfum að gera er að prenta út á A4 blað, klippa, brjóta, líma og leika.
Leiföngin er hægt að nálgast hér.
Efnisorð:
Afþreying,
Börn,
Fjölskyldan,
Föndur,
Handlagna hornið,
Hönnun
mánudagur, 26. maí 2008
Heimasmíðað eldhús úr pappa!

Þetta fallega barnaeldhús er endurunnið úr pappakössum sem voru á leiðinni á haugana, vírherðatrjám úr fatahreinsuninni og ýmsum afgöngum sem voru til heima.
Hvorki eru notaðir naglar né lím, aðeins skeitt snilldarlega saman. Auðvelt er að taka eldhúsið aftur í sundur og fer ekkert fyrir því í geymslunni þar sem að það geymist flatt.

Efnisorð:
Föndur,
Góð hugmynd,
Handlagna hornið,
Sniðug vara
sunnudagur, 25. maí 2008
Barnaafmæli

Strákurinn minn varð tveggja ára á dögunum og því var slegið upp veislu um helgina. Þar sem hann er svona lítill fæ ég enn að ráða skreytingunum og mig langar að halda honum frá teiknimyndafígúrutengdu efni eins lengi og ég get (börnin okkar verða fyrir nógu miklu auglýsingaáreiti svo maður fari nú ekki að bæta á það óumbeðinn).

Ég ákvað að hafa lautarferðar þema, fékk gamla rauðköflótta dúkinn hennar mömmu lánaðan, setti litlar samlokur og smákökur í körfur, afmæliskakan var skúffukaka sem var skorin út í fjóra bíla sem mynduðu bílalest og skreyttir með mismunandi litu nammi og afmælisdrykkurinn var sólberjasaft borin fram í gammalli danskri rjómaflösku. Punkturin yfir i-ið voru skreytingarnar í runnunum sem tóku á móti gestunum þegar þá bar að garði. Ég klippti út bíla í mismunandi litað karton, límdi beygðan blómavír aftaná með sterku límbandi og notaði vírinn til að festa bílana við greinarnar. Hann fékk að sjálfsögðu að hjálpa til við að setja bílana í trén og var það hin mesta skemmtun.

Stráksi var hæstánægður með alla bílana en ætli hann fari ekki að setja fram sínar eigin kröfur að ári liðnu. Ef svo fer sem horfir verður þema næsta árs annað hvort Bubbi Byggir eða Latibær.
miðvikudagur, 21. maí 2008
Skiptiveski
Þegar strákurinn minn var nýfæddur þurfti ég að hafa troðfulla stóra tösku meðferðis í hvert skipti sem við fórum út... þið kannist við þetta. Nú þegar hann er að verða tveggja ára hendi ég yfirleitt bara einni bleyju ofan í mína eigin tösku og pakka af blautþurrkum þegar við bregðum okkur af bæ. Ég er þó að verða dáldið þreytt á að þurfa að gramsa í gegnum troðfulla tösku af bleyjum (ónotuðum vil ég taka fram)þegar síminn minn hringir þar sem ég sit í makindum mínum á kaffihúsi (því auðvitað man ég ekki eftir að tæma töskuna aftur þegar heim er komið).


Á hinni stórsnjöllu síðu Ikea Hacker fundum við þessa frábæru hugmynd að skiptiveski. Það eina sem þarf að gera er að kaupa eitt stykki lykclig geisladiskaveski, klippa flesta geisladiskavasana úr, skilja bara nokkra eftir fyrir smáhluti og tilbúið! Nú þarf ég bara að reyna að koma einhverju skipulagi á mitt eigið drasl.



mánudagur, 19. maí 2008
Eins og í gamla daga

Þótt ég hafi ekki leikið mér með bein þegar ég var lítil þá finnst mér ótrúlega skemmtilegt að sjá ungu vöruhönnuðina okkar setja þessu fornu leikföng í nýjan búning.
Kannski að maður fari nú að safna beinunum í stað þessa að henda þeim....

...eða versli þau bara hérna
fimmtudagur, 15. maí 2008
Fallegir óróar

Kristin Loffer Theiss handsaumar þessa litríku og krúttulegu óróa úr ull og bómull.

föstudagur, 9. maí 2008
Stuðlar

Stóri strákurinn minn hefur afskaplega gaman af því að byggja. Það er alveg sama hvort það eru pínu litlir lego kubbar, stórir trékubbar eða sófapullur, allt virkar sem byggingarefni. Þegar ég fór á útskriftarsýninguna hjá Listaháskóla Íslands sá ég fyrirtaks byggingarefni fyrir hann. Það var veggurinn Stuðlar eftir Friðgerði Guðmundsdóttur. Veggurinn er búinn til úr einingum úr bylgjupappír sem er krækt saman. Einingarnar eru léttar, stöðugar og stórar.... og það sem er stór kostur... það fer ekkert fyrir þeim þegar maður pakkar þeim aftur saman!
Einingarnar eru framleiddar í hvítu, bláu og appelsínugulu og verða til sölu í Epal.

Þetta glæsilega virki byggðum við mæðginin saman.

Byggingameistarinn vildi gera glugga.

Og hérna er frjáls aðferð í turnasmíði!
fimmtudagur, 24. apríl 2008
Komum í kokkaleik!

mánudagur, 14. apríl 2008
Endurvinnsla!
föstudagur, 11. apríl 2008
Heimagerð dúkkuhús

Svo þegar ég sá þessi dúkkuhús á Green Dollhouse varð ég bara að setja inn póst um þau.

Þetta ótrúlega einfalda dúkkuhús sá ég líka á Nesting (þið sjáið leiðbeiningarnar ef þið smellið á krækjuna). Það eina sem þið þurfið eru tvö pappastykki í sömu stærð, gjafapappírsafgangar og hvað sem ykkur dettur í hug að nota, dúkahnífur og lím). Góða skemmtun!


þriðjudagur, 8. apríl 2008
Sannkallað listaverk

Yd bolighus er að selja ótrúlega flott þrívíð gifsmót frá BABY ART.
Fæti eða hendi barnsins er þrýst niður í mjúkt mótunarefni og gifsi hellt í mótið á eftir. Með fylgir fallegur rammi og stafir sem hægt er að nota til að skrifa nafn og fæðingardag barnins. Þetta hentar börnum frá 0-3 ára.
Fyrir ári síðan keypti ég þáverandi útgáfu á þrívíða gifsmótinu hjá BABY ART. Á þeim tíma var ramminn ekki eins smekklegur og ákvað ég því að láta afsteypurnar standa án ramma og kemur það líka mjög vel út.
Það sem mér finnst svo ótrúlega flott við þessi mót er að hver einasta hrukka og fingraför koma fram og er þetta því mjög nákvæm minning.

Hér sjáið þið afsteypu af hendi og fæti á 4 ára barninu mínu sem er nú orðið 5 ára. Ég þurfti reyndar að nota einn og hálfan pakka í fótinn þar sem að barnið var orðið svo stórt.
fimmtudagur, 3. apríl 2008
Endurnýting vaxlita
Á síðunni hennar Mörthu Stewart rákumst við á þessa frábæru lausn til að endurnýta vaxliti.
Það eina sem þarf eru gamlir vaxlitir í öllum regnboganslitum og lítil kökuform. Við hita bráðna vaxlitirnir og því er möguleiki á að blanda saman allskyns litum og búa til sína eigin liti, t.d. gula og rauða til að teikna sólarlag.

Kökuform má fá í flestum búsáhaldaverslunum og henta sílikonform ákaflega vel til föndursins.
Áhöldin eru:
Vaxlitir
Eldhúshnífur
Kökuform
Aðferð:
Heppilegt er að foreldrarnir saxi niður litina í búta og börnin dundi sér við að ra

Stillið ofninn á 150°C og hitið í 15-20 mín. Svo þegar litirnir hafa kólnað er hægt að ná þeim úr forminu ef þeir eru hinsvegar fastir er hægt að setja þá í frysti í ca. 1 klst. og losna þeir þá auðveldlega úr.
miðvikudagur, 19. mars 2008
Páskaföndrið
Ég er ekki vön að skreyta fyrir hátíðarnar, hvorki jól né páska. Þegar ég var í námi snérist heimilið á annan endann á meðan ég barðist við verkefnaskil og þannig fékk það að vera á meðan ég flúði í ilmandi hreina paradísina hjá mömmu. Eftir að námi lauk snérist lífið um vinnu vinnu vinnu og enginn tími gafst í huggulegar stundir við eldhúsborðið með skrautlegan pappír, greinar og glingur. Enda kannski áhuginn ekki mikill.
En nú þegar ég er orðin virðuleg (ahem) fjölskyldumanneskja finnst mér eins og mér beri einhvers konar skylda til að skreyta heimilið lítillega, og einhvernvegin er eins og áhuginn hafi kviknað að sjálfu sér. En lífið snýst enn um vinnu vinnu vinnu, auk alls hins sem skiptir miklu meira máli; barnið, fjölskylduna, langþráðan svefninn og eitthvað annað sem ég er búin að gleyma.
Þess vegna er gott að kunna föndur sem föndrar sig sjálft á meðan maður bíður. Það eina sem þú þarft að gera er að taka nokkur hvít egg, vefja laukhýði utan um þau, pakka hverju og einu inn í tusku eða nælonsokk og sjóða í 15 mínútur (gætið þess að vatnið fljóti vel yfir bögglana). Veiðið upp úr vatninu, látið kólna á disk og opnið svo.
Útkoman verður eitthvað á þessa leið:

Næsta ár ætla ég að prófa mig áfram með fleiri liti, nota t.d. rauðlaukshýði eða rauðrófur, kaffi og túrmerik. Ef þið viljið gera aðeins meira úr þessu er hægt að ná fram alls kyns mynstrum með því að nota laufblöð, blóm og hvað sem manni dettur í hug.Þetta sáum við á Ohdeedoh.
Stundum er maður bara allt of önnum kafinn og til að samviskubitið nagi mann ekki inn að beini má reyna að líta á nánasta umhverfi sitt nýjum augum. Páskarnir eru gulir, ekki satt? Et voilá, falleg páska innsetning við eldhúsvaskinn minn.

Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)