miðvikudagur, 21. maí 2008

Skiptiveski

Þegar strákurinn minn var nýfæddur þurfti ég að hafa troðfulla stóra tösku meðferðis í hvert skipti sem við fórum út... þið kannist við þetta. Nú þegar hann er að verða tveggja ára hendi ég yfirleitt bara einni bleyju ofan í mína eigin tösku og pakka af blautþurrkum þegar við bregðum okkur af bæ. Ég er þó að verða dáldið þreytt á að þurfa að gramsa í gegnum troðfulla tösku af bleyjum (ónotuðum vil ég taka fram)þegar síminn minn hringir þar sem ég sit í makindum mínum á kaffihúsi (því auðvitað man ég ekki eftir að tæma töskuna aftur þegar heim er komið).

Á hinni stórsnjöllu síðu Ikea Hacker fundum við þessa frábæru hugmynd að skiptiveski. Það eina sem þarf að gera er að kaupa eitt stykki lykclig geisladiskaveski, klippa flesta geisladiskavasana úr, skilja bara nokkra eftir fyrir smáhluti og tilbúið! Nú þarf ég bara að reyna að koma einhverju skipulagi á mitt eigið drasl.

Engin ummæli: