Krakkar í dag eiga ótrúlega mikið safn af dóti ...sem á það til að dreifa sér út um allt. Ég átti mjög erfitt með að ná nokkurri stjórn á dótinu hjá eldri syni mínum þangað til ég fékk mér nokkur stykki af plastboxum hjá Rúmfatalagernum og Trofast skápana með geymslukössunum úr Ikea. Nú eiga Lego kubbarnir sitt box, Playmo dótið sinn geymslukassa, bílarnir sitt box o.s.frv. Ég er nokkuð viss um að svona sé kerfið á all flestum barnaherbergjum enda er þetta mjög þæginlegt bæði uppá tiltekt og svo er skipulagið bara alveg ágætt.
Simon Maidment hefur hannaði ofsalega sætan bekk í barnaherbergi sem er um leið hirsla. Þetta er eitthvað sem ég væri til í að hafa í berbergjum strákanna minna. Hirsla sem þjónar tveimur hlutverkum og er líka augnayndi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli