þriðjudagur, 20. maí 2008

Sokkaskúffan í óreiðu


Heima hjá okkur á sokkaskúffan það til að fara öll í óreiðu og maður finnur ekki eitt eða neitt. Við náttúrulega skiljum ekkert í þessu. En ég var orðin frekar þreytt á því að gramsa í skúffunni á morgnanna til að finna sokka eða sokkabuxur svo er ég var að ráfa um skápadeildina í IKEA rakst ég á þessa bindaskúffu.
Komum við henni fyrir í fataskáp barnsins á heimilinu og nú á hvert sokkapar, sokkabuxur og gammosíur sinn stað í skápnum og er aðgengið mun betra og þar af leiðandi skap húsmóðurinnar einnig.

Engin ummæli: