Sýnir færslur með efnisorðinu Námskeið. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Námskeið. Sýna allar færslur

sunnudagur, 5. október 2008

Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða?

Mig langaði að benda ykkur á námskeið sem haldið verður hjá Maður lifandi þann 15. október næstkomandi, sem nefnist "Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða?"

Námskeið um hvernig á að útbúa einfaldan en næringarríkan mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri. Farið verður yfir hvaða fæðutegundum er gott að byrja á og hvenær.
Einnig verður kennt að meðhöndla og búa til rétti sem innihalda:
ávexti og grænmeti
þurrkaða ávexti
heilt korn eins og quinoa, hirsi, hafra, spelti o.fl.
baunir eins og linsubaunir (afar prótein- og járnríkar)
kaldpressaðar olíur eins og sólblóma-, ólífu-, hörfræ-, möndlu- og kókosolíu
möndlumauk og tahini (sesammauk)
möndlur og fræ ... Svo eitthvað sé nefnt.
Námskeiðið nýtist einnig vel þeim sem eru með eldri börn. Nýjar uppskriftir og fróðleiksmolar fylgja með námskeiðinu og verða nokkrir réttir og "drykkir" útbúnir á staðnum. Leiðbeinandi: Ebba Guðný Guðmundsdóttir kennari Verð: 3.500 kr. Upplýsingar og skráning: síma 694-6386 og á netfanginu ebbagudny@mac.com

sunnudagur, 15. júní 2008

Móðurmál.com


Það er gífurlega mikilvægt fyrir börn sem eiga annað eða bæði foreldri af erlendu bergi brotnu, að fá að kynnast menningu og tungumáli sínu. Móðurmál er félag um móðurmálskennslu tvítyngdra barna og á heimasíðu þeirra segir:
"Meginmarkmið félagsins er að gefa tvítyngdum börnum tækifæri til að læra og viðhalda eigin móðurmáli og menningu. Rannsóknir hafa enda sýnt fram á að börn sem fá að læra tungumál foreldra sinna eiga auðveldara með að læra nýtt tungumál, í þessu tilfelli íslensku.
Móðurmál leitast við að styðja kennara félagsins, afla þekkingar á tvítyngi og hvetja foreldra sem eiga tvítyngd börn til að veita börnum sínum tækifæri til að kynnast eigin móðurmáli og menningu.
Móðurmálskennsla eða leiðbeiningar fyrir tvítyngd börn hefur verið í boði hér á Íslandi síðan árið 1994 en félagið Móðurmál var formlega stofnað árið 2001. Tilgangur félagsins var og er að þróa tungumálanám með skýrum markmiðum og námskrá. Námið er fjármagnað með skólagjöldum og styrkjum.
Námskeiðin sem haldin eru hjá Móðurmáli eru sérstaklega ætluð þeim börnum sem búa við tvö eða fleiri tungumál á sínu heimili. Móðurmál hefur boðið upp á námskeið í ensku, litháísku, rússnesku, spænsku, japönsku, arabísku, kínversku, pólsku og tælensku.
"
Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna hér.