sunnudagur, 15. júní 2008

Móðurmál.com


Það er gífurlega mikilvægt fyrir börn sem eiga annað eða bæði foreldri af erlendu bergi brotnu, að fá að kynnast menningu og tungumáli sínu. Móðurmál er félag um móðurmálskennslu tvítyngdra barna og á heimasíðu þeirra segir:
"Meginmarkmið félagsins er að gefa tvítyngdum börnum tækifæri til að læra og viðhalda eigin móðurmáli og menningu. Rannsóknir hafa enda sýnt fram á að börn sem fá að læra tungumál foreldra sinna eiga auðveldara með að læra nýtt tungumál, í þessu tilfelli íslensku.
Móðurmál leitast við að styðja kennara félagsins, afla þekkingar á tvítyngi og hvetja foreldra sem eiga tvítyngd börn til að veita börnum sínum tækifæri til að kynnast eigin móðurmáli og menningu.
Móðurmálskennsla eða leiðbeiningar fyrir tvítyngd börn hefur verið í boði hér á Íslandi síðan árið 1994 en félagið Móðurmál var formlega stofnað árið 2001. Tilgangur félagsins var og er að þróa tungumálanám með skýrum markmiðum og námskrá. Námið er fjármagnað með skólagjöldum og styrkjum.
Námskeiðin sem haldin eru hjá Móðurmáli eru sérstaklega ætluð þeim börnum sem búa við tvö eða fleiri tungumál á sínu heimili. Móðurmál hefur boðið upp á námskeið í ensku, litháísku, rússnesku, spænsku, japönsku, arabísku, kínversku, pólsku og tælensku.
"
Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna hér.

Engin ummæli: