sunnudagur, 15. júní 2008

Fallegar flíkur

Þessi fallegi kjóll er frá franska merkinu Maje. Hann er reyndar ekki hannaður sem meðgöngukjóll frekar en annar fatnaður frá Maje en eru fötin frá þeim samt sem áður ótrúlega vinsæl meðal barnshafandi kvenna og nýbakaðra mæðra. Ástæðan er að sniðin hjá þeim eru einstaklega klæðileg fyrir konur með kúlur framan á sér eða mjúkan vöxt þar sem að þau eru þröng og víð á "réttu stöðunum".
Kjóllinn fæst t.d. hérna 

Home mummy eru með afskaplega fallegan meðgöngufatnað og langar mig til að sýna ykkur nokkrar flíkur frá þeim sem mig myndi langa í ef ég væri komin með þriðju kúluna...

1. Merino ullarpeysa sem fæst t.d. hérna


2. Galakjóll eins og Jenna Frost úr Atomic Kitten´s klæddist á rauðadreglinum.
Kjóllinn fæst t.d. hérna


3. Og ekki er þessi svarti kjóll síðri....
Kjóllinn fæst t.d. hérna

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

We're glad you love Homemummy maternitywear and thank you for taking the time to mention us on your Blog.
We currently offer free shipping and we also produce a printed brochure which you may like.
Emma Clement
http://www.homemummy.co.uk