Sýnir færslur með efnisorðinu Matur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Matur. Sýna allar færslur

sunnudagur, 5. október 2008

Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða?

Mig langaði að benda ykkur á námskeið sem haldið verður hjá Maður lifandi þann 15. október næstkomandi, sem nefnist "Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða?"

Námskeið um hvernig á að útbúa einfaldan en næringarríkan mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri. Farið verður yfir hvaða fæðutegundum er gott að byrja á og hvenær.
Einnig verður kennt að meðhöndla og búa til rétti sem innihalda:
ávexti og grænmeti
þurrkaða ávexti
heilt korn eins og quinoa, hirsi, hafra, spelti o.fl.
baunir eins og linsubaunir (afar prótein- og járnríkar)
kaldpressaðar olíur eins og sólblóma-, ólífu-, hörfræ-, möndlu- og kókosolíu
möndlumauk og tahini (sesammauk)
möndlur og fræ ... Svo eitthvað sé nefnt.
Námskeiðið nýtist einnig vel þeim sem eru með eldri börn. Nýjar uppskriftir og fróðleiksmolar fylgja með námskeiðinu og verða nokkrir réttir og "drykkir" útbúnir á staðnum. Leiðbeinandi: Ebba Guðný Guðmundsdóttir kennari Verð: 3.500 kr. Upplýsingar og skráning: síma 694-6386 og á netfanginu ebbagudny@mac.com

þriðjudagur, 19. ágúst 2008

Skreytingar fyrir formkökur


Ég var að skoða bloggið hjá Oh Joy og sá þessar flottu skreytingar utan formkökur. Ég er ekki góður bakari en ég verð að viðurkenna að það vaknaði smá áhugi á að verða betri þegar ég sá skreytingarnar.
Skreytingarnar eru frá Paper Orchid

mánudagur, 18. ágúst 2008

Njóttu brjóstagjafaþokunnar


Á Amazon.com fann ég tilvaldna gjöf handa einhverri af nokkrum vinkonum mínum sem eru með barni. Gjöf sem ég hefði alveg viljað eiga í öllu panikinu þegar mitt kríli fæddist.

Ég átti voðalega erfitt með að muna allt og ekkert, hvort sem það var hvenær barnið drakk, svaf lengi eða lítið, ropaði kröftuglega eða voða lítið, hvort ég las blaðið eða ekki og hvort ég þvoði mér yfir höfuð eða skipti um föt (gerði það nú en segi bara svona).

Itzbeen Baby Care Timer er með nokkrar stillingar. Allt í allt eru 4 minnismöguleikar þannig að hægt er að stilla hvenær var skipt seinast á barninu, hvenær það borðaði síðast, hvenær það sofnaði eða fékk t.d. lyfin sín. Einnig er tækið með takka sem heldur utan um á hvort brjóstið barnið var lagt á síðast.

Tækið vann iParenting Media Award árið 2007.

Tækið er hægt að panta á Amazon.com

mánudagur, 19. maí 2008

Eins og í gamla daga


Þótt ég hafi ekki leikið mér með bein þegar ég var lítil þá finnst mér ótrúlega skemmtilegt að sjá ungu vöruhönnuðina okkar setja þessu fornu leikföng í nýjan búning.


Kannski að maður fari nú að safna beinunum í stað þessa að henda þeim....


...eða versli þau bara hérna

fimmtudagur, 24. apríl 2008

Komum í kokkaleik!

Á flickr fundum við yndislega grúppu sem heitir Play Food. Þar eru til sýnis myndir af hekluðum kökum, þæfðum ávöxtum, saumuðum hamborgurum, prjónuðum kjúklingum...


Eftir að hafa skoðað síðuna dauðlangar mann til að fara að leika!

miðvikudagur, 9. apríl 2008

Snilldar hnífapör

Áttu í vandræðum með að láta barnið borða?
Við höfum fundið lausn á því, sáum þessi ótrúlega flottu hnífapör sem vekja að öllum líkindum upp mikla matarlyst hjá börnum á
Bloesem Kids. Hvað gæti verið skemmtilegra en að láta jarðýtu moka matnum upp á skeiðina?
Hnífapörin eru í forminu eins lyftari, jarðýta og grafa, þau eru létt og með góðu gripi.
Hægt er að nálgast hnífapörin á
Flying Peas.