mánudagur, 18. ágúst 2008

Njóttu brjóstagjafaþokunnar


Á Amazon.com fann ég tilvaldna gjöf handa einhverri af nokkrum vinkonum mínum sem eru með barni. Gjöf sem ég hefði alveg viljað eiga í öllu panikinu þegar mitt kríli fæddist.

Ég átti voðalega erfitt með að muna allt og ekkert, hvort sem það var hvenær barnið drakk, svaf lengi eða lítið, ropaði kröftuglega eða voða lítið, hvort ég las blaðið eða ekki og hvort ég þvoði mér yfir höfuð eða skipti um föt (gerði það nú en segi bara svona).

Itzbeen Baby Care Timer er með nokkrar stillingar. Allt í allt eru 4 minnismöguleikar þannig að hægt er að stilla hvenær var skipt seinast á barninu, hvenær það borðaði síðast, hvenær það sofnaði eða fékk t.d. lyfin sín. Einnig er tækið með takka sem heldur utan um á hvort brjóstið barnið var lagt á síðast.

Tækið vann iParenting Media Award árið 2007.

Tækið er hægt að panta á Amazon.com

Engin ummæli: