
Montrassableiurnar sameina flest það sem ég kann að meta þegar ég kaupi eitthvað nýtt. Þær eru góðar fyrir umhverfið þar sem heilu bílfarmarnir af einnota bleium lenda ekki á haugunum, þær eru íslensk framleiðsla, meira að segja heimilisiðnaðarvara, þær eru góðar fyrir litla bossa og enn betri fyrir léttar buddur (2600 fyrir einlitar og 2900 fyrir marglitar - mun ódýrara en aðrar bleiur sem ég hef skoðað). Og svo getur maður sjálfur sett saman ótal lita bæði á ytra og innra byrði og meira að segja á smellunum. Ég er haldin slæmu tilfelli af valkvíða og því lét ég Hlín montrassadömu um að velja litina fyrir mig. Í dag fékk ég pöntunina mína heim og ég er svo sannarlega himinlifandi! Ef þið eruð í taubleiuhugleiðingum hvet ég ykkur til að líta á
montrassar.net og láta freistast!