fimmtudagur, 4. júní 2009

Montrass!

Montrassableiurnar sameina flest það sem ég kann að meta þegar ég kaupi eitthvað nýtt. Þær eru góðar fyrir umhverfið þar sem heilu bílfarmarnir af einnota bleium lenda ekki á haugunum, þær eru íslensk framleiðsla, meira að segja heimilisiðnaðarvara, þær eru góðar fyrir litla bossa og enn betri fyrir léttar buddur (2600 fyrir einlitar og 2900 fyrir marglitar - mun ódýrara en aðrar bleiur sem ég hef skoðað). Og svo getur maður sjálfur sett saman ótal lita bæði á ytra og innra byrði og meira að segja á smellunum. Ég er haldin slæmu tilfelli af valkvíða og því lét ég Hlín montrassadömu um að velja litina fyrir mig. Í dag fékk ég pöntunina mína heim og ég er svo sannarlega himinlifandi! Ef þið eruð í taubleiuhugleiðingum hvet ég ykkur til að líta á montrassar.net og láta freistast!

2 ummæli:

Jóhanna sagði...

Flottar bleiur, en mig langar að benda á íslenska konu sem saumar líka taubleiur, hún heitir Guðný og heimasíðan hennar er www.krútt.is

Nafnlaus sagði...

Flotta beliur! Taubleiur eru alveg málið, ég er núna búin að vera með minn í taui í 18 mánuði, ekkert mál og ótrúlega mikill sparnaður. Held að ég hafi eytt um 50.000 í upphafi og svo ekkert meira