Sýnir færslur með efnisorðinu sniðug hugmynd. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu sniðug hugmynd. Sýna allar færslur

mánudagur, 6. júlí 2009

Læðist þú um gólf heima hjá þér?

Sefur barnið þitt laust? Myndir þú ganga svo langt að klæða stólana þína í sokka til að draga úr hávaða???

mánudagur, 23. febrúar 2009

Sofandi björn


...oh þetta er svo flottur og svefnpoki:)
Eiko Ishizawa er snillingurinn á bak þetta.

miðvikudagur, 11. febrúar 2009

Fugla órói

Mig langar mjög í svona og það er aldrei að vita nema að ég setjist við saumavélina og taki síðan greinar úr garðinum....
Hér getið þið nálgast sniðið af fuglunum.

Einfalt og sætt

Ég sá þetta hjá D*S og fannst þetta einföld og skemmtileg hugmynd ...og langaði því að deila henni með ykkur. Reyndar er þetta upphaflega frá Jessica Jones.

þriðjudagur, 10. febrúar 2009

Sniðugt!

Kinder Cubo dichtKinder Cubo detail

Ég hefði haft gaman af svona þegar ég var lítil.
Ef þið viljið skoða nánar þá er það hérna.

sunnudagur, 1. febrúar 2009

Egg og beikon

Felt Bacon and Egg Breakfast

Fyrir þá sem kunna að þæfa þá er þetta ótrúlega flott hugmynd af leikföngum en fyrir hina þá fæst þæfður matur hérna.



laugardagur, 31. janúar 2009

Ský eftir Donnu Wilson


Það er eitthvað heillandi við þessa púða...
...frá því ég var lítil stelpa hefur mig dreymt um að liggja á skýjahnoðra....

Skýin fást í 3 litum og 3 stærðum. Frekari upplýsingar eru hér.

föstudagur, 12. desember 2008

Kreppu gjafamiðar


Þessa fallegu miða sáum við á blogginu hjá OhJoy. Þetta er ótrúlega flott lausn í kreppunni!

miðvikudagur, 19. nóvember 2008

Listaverk beint úr prentaranum II

Ég var svo hrifin af færslunni hennar Hörpu, "listaverk beint úr prentaranum" að ég ákvað að prófa sjálf. Listaverkið er gert úr 36 A4 blöðum og hangir það nú á besta stað í stofunni.

mánudagur, 14. júlí 2008

ALLT ER NÚ TIL!!!


segi ég nú bara en á síðunni ohdeedoh sáum við þessa skó frá Heelarious þeir eru á ungar stúlkur á aldrinum 0-6 mánaða. Er ekki spurning um að mæta með litlu dömuna sína í hælum í fyrsta boðið.
En jamm allt er nú til segi ég nú bara.
Er ekki alveg viss hvað mér á að finnast um þetta, FLOTT EÐA ??? hvað finnst ykkur ???

sunnudagur, 29. júní 2008

Veisla í muffinsmóti

Rákumst á þessa hugmynd á síðunni Tangled and true hvernig gera má snakkið eftir leikskóla eða hádegismatinn girnilegan á skemmtilegan hátt fyrir krakkana. Sitt lítið af hverju og finnst þeim áhugavert að geta valið úr hinum ýmsu tegundum og fengið að vera sjálfs síns herrar.

Þetta þarf ekki að vera flókið, ávextir, grænmeti, brauð, muffinsmót sem fæst t.d. mjög ódýrt í Byggt og búið.

mánudagur, 9. júní 2008

Frábærar hillur

Sá þessar frábæru hillur á yankodesign.com og vá hvað ég hefði gefið mikið fyrir að eiga svona hillur þegar ég var í námi í Flórens. Þá hefði sko ekki verið neitt mál að flytja milli íbúða endalaust.

PLoP hillan er hönnuð af Joyce Hong. Hillan er búin til úr umhverfisvænum rásuðum borðum og er ekki nema rétt um 1,8 kíló. Helsti kostur hillunar er sá að hægt er að fella hana saman þannig að auðvelt er að flytja hana á milli staða, jafnvel í strætó. Svo þegar heim er komið þá er nánast hægt að setja hana upp með einu handtaki og hönnunin er þannig að hún ber gríðarlegan þunga miðað við eigin þyngd. Það besta við hillustæðuna er að hægt er að fjölga hillunum uppí 6, 8 eða 10 og samt er ennþá hægt að brjóta hana saman að notkun lokinni. Efnið í hillunni er gert úr endurunnum pappamassa þannig að þegar námsárunum lýkur þá er hægt að halda áfram að nota hana eða hreinlega endurvinna hana eins og hún leggur sig.

Ég fann ekki út hvar hægt er að nálgast hilluna en sendi þeim email og sjáum hvort þeir svari ekki um hæl.

þriðjudagur, 3. júní 2008

FjölskylduLEGÓstund

Á heimasíðu Boing Boing Gadgets sáum við þessa hugmynd um að leyfa börnunum að teikna fígúrur eða einhvern hlut og svo geta foreldrar og börn hannað fígúrurnar eða hlutinn saman.


Sonur Legósmiðsins "Moko" teiknaði þetta skemmtilega vélmenni sem faðir hans byggði svo úr legókubbum.


Frábær hugmynd að fjölskyldustund sem skilur svo miklu meira eftir sig en t.d. að sitja fyrir framan imbann yfir góðri teiknimynd.