fimmtudagur, 1. maí 2008

Listaverk beint úr prentaranum

Á Homokasu geturðu búið til þitt eigið listaverk í forriti sem nefnist Rasterbator. Það sem þú þarft að gera er að setja inn mynd, annað hvort úr tölvunni þinni eða af netinu, og svo velja nokkrar stillingar. Það sem forritið gerir er að búa til punktamynd úr myndinni þinni og dreifir henni yfir ákveðinn blaðafjölda, býr svo til pdf, tilbúið til útprentunar. Þú ákveður stærð punktanna og fjölda blaðanna. Þegar þú ert búin að prenta blöðin út raðar þú þeim saman og ákveður hvernig þú vilt hengja listaverkið þitt upp. Viltu ramma það inn eða skella því upp með kennaratyggjói? Viltu skera hvítu kantana af (forritið getur sett inn merkingar svo þú vitir nákvæmlega hvar þú átt að skera) eða hafa þá á. Ef þig vantar innblástur er alltaf hægt að kíkja á Flickr!

Engin ummæli: