sunnudagur, 21. júní 2009
sunnudagur, 7. júní 2009
Stórar stelpur...

...vilja líka leika sér í dúkkulísuleik. Og það geta þær gert á polyvore.com. Mig grunar að ég eigi eftir að eyða of miklum tíma hér!
föstudagur, 27. mars 2009
Gaman á hönnunardögum
föstudagur, 9. janúar 2009
Hot mama!

Smá sýnishorn af uppáhalds.

Draumurinn. Myndin er tekin af obbosí-vinkonu minni í Absolute Vintage í London. Hún er eina manneskjan m ég þekki sem er meiri skósjúklingur en ég!
P.S. Ég skrifaði þennan póst áður á lítið hliðarverkefni sem ég er með í gangi, Not Your Goddess. Endilega tékkið á því líka :)
laugardagur, 15. nóvember 2008
Skiptitöskur fyrir skvísur

Það verður að segjast að skiptitöskur eru sjaldan smart og oftast eru þær ekki merkilegri en venjulegir bakpokar. Þess vegna fæ ég fiðring í magan við að skoða skiptitöskurnar hjá Miabossi - diapers in disguise.



og hér þegar hún er nýtt sem tölvutaska.
mánudagur, 18. ágúst 2008
Njóttu brjóstagjafaþokunnar

mánudagur, 11. ágúst 2008
Brjóstagjöf

þriðjudagur, 15. júlí 2008
Látið Buddha vísa veginn!

mánudagur, 30. júní 2008
þriðjudagur, 24. júní 2008
Heimaslökun

Slakandi ilmgjafar í Calming Body Cleanser fengnir úr rósum, vanillu og lofnarblómum gefa líkama og huga tækifæri á því að slaka á í hvert sinn sem þú þværð þér í sturtunni.
Soothing Aqua Therapy inniheldur steinefna ríkt salt sem er fengið úr Dauðahafinu en það hefur verið þekkt öldum saman fyrir endurnærandi eiginleika sína. Húðin verður mjúk og spennu og álagseinkenni hverfa. Leyfðu þér að slaka á í baði í 10-20 mínútur af og til, og ekki skemmir að kveikja á góðu ilmkerti og jafnvel setja róandi geisladisk á.
Þessar og fjöldinn allur af öðrum vörum, fást á ýmsum hárgreiðslustofum um land allt, og auðvitað í Aveda versluninni í Kringlunni. Ég mæli með því að kíkja þangað og athuga úrvalið.
sunnudagur, 15. júní 2008
Fallegar flíkur



þriðjudagur, 3. júní 2008
FjölskylduLEGÓstund

Sonur Legósmiðsins "Moko" teiknaði þetta skemmtilega vélmenni sem faðir hans byggði svo úr legókubbum.
Frábær hugmynd að fjölskyldustund sem skilur svo miklu meira eftir sig en t.d. að sitja fyrir framan imbann yfir góðri teiknimynd.
Persónulegt skart

föstudagur, 23. maí 2008
Kornabörn tala!

Róandi hljóð fyrir ungabarnið

laugardagur, 3. maí 2008
Ævintýralegt rúm

Ég er greinilega eitthvað þreytt þessa dagana þar sem rúm fanga aðallega athygli mína. Á Kidshaus sá ég rúm drauma minna en það er hannað af Shawn Lovell. Rúmið kostar 15.000$ en þar sem er Shawn er búsett í Californíu gæti flutningskostnaðurinn orðið dálítið hár.
föstudagur, 2. maí 2008
Flott!!!



miðvikudagur, 30. apríl 2008
Öruggt og notalegt

mánudagur, 28. apríl 2008
Hjólað í vinnuna, 7.-23. maí

Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarátakinu “Hjólað í vinnuna”. Megin markmið átaksins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Í ár fer átakið fram 7.-23. maí. Ég ætla að taka þátt og hjóla með guttann á leikskólann og svo í vinnuna, en ég þoli ekki spandex og skærgula vindjakka. Svo ég ákvað að sækja innblástur á Copenhagen Cycle Chic (bæði ég og sá stutti munum þó vera með hjálm - að sjálfsögðu).



Með innkaupapokana
Á rauðu ljósi


Líka fyrir bankastarfsmenn :)
Já þeir kunna þetta Danirnir! Svo sjáum við hvernig gengur, hver veit nema maður selji bara bílinn og fari að gera þetta svona. Gott fyrir budduna, gott fyrir heilsuna og gott fyrir umhverfið!!!
þriðjudagur, 22. apríl 2008
Sumarið er að koma

Já, það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að sumarið er á næsta leyti. Ég er hins vegar alltaf jafn sein til að fara að huga að línunum fyrir þennan tíma þar sem léttur fatnaður ræður ríkjum og fer að sjást í bert hold hér og þar. Auðvitað er þetta eitthvað sem maður á að hafa í huga allt árið og reyna að lifa heilsusamlegu líferni, en betra er seint en aldrei hef ég alltaf sagt. Og í ár hef ég ákveðið að hafa þetta dáldið skemmtilegt og hreinlega ganga í barndóm. Ég fór í Hagkaup og keypti mér húla-hring og stend nú hvert kvöld og skemmti manni og barni með undurfögrum magasveiflum. Einnig gróf ég upp gamalt sippuband sem ég á og er að telja í mig kjark til að fara út á stétt og hoppa þar og skoppa - ég var nú góð í þessu í gamla daga!
Nú ekki dugar hreyfingin ein og sér, eitthvað þarf að gera við sætindaátinu og þá fannst mér tilvalið að láta lífrænu hrískökurnar sem ég á alltaf til handa drengnum mínum koma í staðinn fyrir súkkulaðið og sit nú og maula þær yfir sjónvarpinu/tölvunni. Þær eru frá Organix og eru bara hið mesta lostæti, búnar til úr lífrænt ræktuðum brúnum hrísgrjónum og sættar með lífrænum eplasafa og kanil.

Ég kaupi mínar í Krónunni vestur í bæ en ég hef séð þær í Nótaúni líka, ásamt öðrum frábærum Organix vörum.
Hvað gerið þið til að koma ykkur/halda ykkur í formi? Lumið þið á góðum ráðum fyrir aðrar mæður? Hvenær finnið þið tíma til að stunda líkamsrækt og hvað finnst ykkur hafa borið mestan árangur fyrir mittismálið? Endilega látið ljós ykkar skína hér í athugasemdunum að neðan.