Það getur verið dálítil þraut að vera í hælaháum skóm þegar maður er á ferðinni með börn, en það er alveg hægt. Veldu þér þægilegt par (þau eru til) og hafðu nokkra hluti í huga: Kerrur og vagnar eru mikil hjálp því það er hægt að styðja sig við þá. Ekki plana langa göngutúra. Gerðu ráð fyrir nokkrum stoppum (kaffi fyrir þig, mjólk eða ávaxtasafi og hollur biti fyrir börnin - til að forða þeim frá vandræðum). Ef veðrið er gott, skelltu þá þægilegum sandölum í töskuna, þú gætir orðið ótrúlega þakklát fyrir það og þá hefurðu allavega verið skvísuleg hluta af leiðinni!

Smá sýnishorn af uppáhalds.

Draumurinn. Myndin er tekin af obbosí-vinkonu minni í Absolute Vintage í London. Hún er eina manneskjan m ég þekki sem er meiri skósjúklingur en ég!
P.S. Ég skrifaði þennan póst áður á lítið hliðarverkefni sem ég er með í gangi, Not Your Goddess. Endilega tékkið á því líka :)
1 ummæli:
Và thetta voru mörg pör!!! Èg nota lìtid hæla enda er èg fullvinnandi hùsmòdir sem er alltaf ad taka til :) Svo èg held èg yrdi frekar veik ì bakinu ef èg væri alltaf ì hàhæludum skòm. En thad er flott ad vera ì fallegum kvennlegum skòm :) Snidug mynd.
GÒda helgi!!
Kvedja Anna Lisa ì noregi
Skrifa ummæli