þriðjudagur, 22. apríl 2008

Sumarið er að koma


Já, það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að sumarið er á næsta leyti. Ég er hins vegar alltaf jafn sein til að fara að huga að línunum fyrir þennan tíma þar sem léttur fatnaður ræður ríkjum og fer að sjást í bert hold hér og þar. Auðvitað er þetta eitthvað sem maður á að hafa í huga allt árið og reyna að lifa heilsusamlegu líferni, en betra er seint en aldrei hef ég alltaf sagt. Og í ár hef ég ákveðið að hafa þetta dáldið skemmtilegt og hreinlega ganga í barndóm. Ég fór í Hagkaup og keypti mér húla-hring og stend nú hvert kvöld og skemmti manni og barni með undurfögrum magasveiflum. Einnig gróf ég upp gamalt sippuband sem ég á og er að telja í mig kjark til að fara út á stétt og hoppa þar og skoppa - ég var nú góð í þessu í gamla daga!

Nú ekki dugar hreyfingin ein og sér, eitthvað þarf að gera við sætindaátinu og þá fannst mér tilvalið að láta lífrænu hrískökurnar sem ég á alltaf til handa drengnum mínum koma í staðinn fyrir súkkulaðið og sit nú og maula þær yfir sjónvarpinu/tölvunni. Þær eru frá Organix og eru bara hið mesta lostæti, búnar til úr lífrænt ræktuðum brúnum hrísgrjónum og sættar með lífrænum eplasafa og kanil.

Ég kaupi mínar í Krónunni vestur í bæ en ég hef séð þær í Nótaúni líka, ásamt öðrum frábærum Organix vörum.

Hvað gerið þið til að koma ykkur/halda ykkur í formi? Lumið þið á góðum ráðum fyrir aðrar mæður? Hvenær finnið þið tíma til að stunda líkamsrækt og hvað finnst ykkur hafa borið mestan árangur fyrir mittismálið? Endilega látið ljós ykkar skína hér í athugasemdunum að neðan.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vakna kl.530 og hoppa í ræktina og heim áður en barnið vaknar.

Kannski ég fari að stela Organix kexinu frá barninu á kvöldin eða bara hætti að borða á kvöldin.

Kann einhver ráð við því?

Nanna

Magga sagði...

Oh, tekst þér að stelast út án þess að barnið vakni? Vildi að ég væri svona morgunhani!!!

Nafnlaus sagði...

Barnið sér um að drekka kílóin af mér. Brjóstagjöf er bara snilld! Svo er ég bara dugleg að ganga úti með vagninn og reyni að fara upp sem flestar brekkur. Maður verður kominn með flottasta rassinn í bænum eftir fæðingarorofið;) hehehe

Katrín

magga sagði...

ójá, ég var með minn á brjósti þar til hann var eins árs, nú er hann að verða tveggja og mín 5 kílóum þyngri :(