þriðjudagur, 22. apríl 2008

Dúkkusnagi

Það má endurnýta alla hluti og við fundum á Coochicoos þessa hugmynd hvernig má endurnýta gömlu dúkkuna.

Það má alveg deila um það hvort þetta sé flott eða óhugnalegt en okkur fannst þetta mjög sniðugt t.d. í stelpuherbergi.

Hugmyndin kemur upprunalega af síðu Design Sponge þar sem er að finna leiðbeiningar um hvernig búa skal til snagann.

Það sem þarf til:
-Dúkku með mjúkan líkama og harðplast útlimi.
-Viðarbút, ca. 60 cm langan. -12 skrúfur - upphengjur (sjá mynd) - skrúfur og tappa fyrir steyptan eða gips vegg (eða eingöngu skrúfur ef um trévegg er að ræða) -sterkt lím-blýant- sandpappír-málningu-bor-skrúfjárn-dúkahnífur-skopskyn

Leiðbeiningar
1. Aflimaðu dúkkuna þína
2. Stilltu útlimunum upp eins og þú vilt á plankann með jöfnu millibili, merktu staðsetninguna með blýanti. Leggðu útlimina til hliðar.
3. Boraðu 3 göt á hvern útlim. Best er að snara úr götunum svo að skrúfuhausarnir liggi ekki upp við vegginn. Gætið þess að staðsetja götin ekki of utarlega því þá geta skrúfurnar farið í gegnum útliminn og orðið sýnilegar..
4. Merkið fyrir upphengjunum og best er að höggva úr fyrir festingunum með sporjárni þannig að festingin liggi slétt við borðið. Einnig þarf að höggva úr þannig að skrúfuhausinn passi inní festinguna þegar snaginn er hengdur upp (sjá mynd).
5. Pússaðu borðið aðeins og málaðu. Látið þorna.
6. Setjið lím á útlimina. Skrúfið þá á. Látið þorna.
7. Setjið viðeigandi tappa og skrúfur í vegginn og krækið fatahenginu á.

Engin ummæli: