mánudagur, 21. apríl 2008

Flickr - endalaus uppspretta

Það er ekki alltaf auðvelt að vita í hvað maður á að fara þegar líður á meðgönguna. Þó svo það sé auðveldast að grípa joggingbuxur og skyrtu af kallinum þá dugar það nú ekki alveg í vinnunni eða hvað þá á kaffihúsið, bíó eða bæinn. Hér hafa nokkrar óléttar konur sett saman myndasafn af sjálfum sér í fötum sem henta stækkandi bumbu. Það geta allir verið með og sent myndir af sjálfum sér, ekki slæmt að kíkja og fá nokkrar hugmyndir.

Engin ummæli: