mánudagur, 21. apríl 2008

Sestu á jörðina...


Við mæðgur skelltum okkur í Stubbasmiðjuna í Holtagörðum sem er kannski ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að mamman hefði getað eytt öllum deginum þar og jafnvel nokkrum öðrum dögum.

Það er bara yndislegt að geta ráfað um Habitat og Eymundsson, náð sér í blað fengið sér tvöfaldan Macchiato og Biscotti haldið svo áfram að skoða Stubbasmiðjuna. Eftir kósýheitin urðum við að skella okkur í blákaldan raunveruleikann og hlaupa í gegnum Bónus og Hagkaup því barnið var vaknað og orðið svangt.

En í Stubbasmiðjunni sáum við þennan svotilgerða grjónapung sem okkur fannst algjör snilld. Ef þú sest í hann formar hann sig að þér en um leið og þú stendur upp verður hann aftur hnöttóttur. Ekki einungis fræðandi fyrir fróðleiksfús börn heldur er hægt að sitja á honum og hafa það huggulegt. Hægt væri að fara í leiki með börnunum t.d. sestu á Danmörk eða bentu á Svíþjóð.

Grjónapungurinn gengur undir nafninu Oolaalaa og kemur í þremur stærðum. Hér er einnig hægt að horfa á auglýsingu frá Oolaalaa.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æðislegt! Ég myndi alltaf planta óæðri endanum á Washington DC, ÚSA!