sunnudagur, 20. apríl 2008

Vegglímmiðar


Vegglímmiðar virðast vera úti um allt um þessar mundir. Hér er þó sniðug hugmynd að persónulegri útfærslu og tilvalið að nota einmitt í barnaherbergið. Sendu Art of Wall ljósmynd af barninu þínu (eða hverjum sem er) og þeir búa til límmiða á vegginn fyrir 132 evrur á fermetrann. Það eru um 15.800 krónur á okkar miður hagstæða gengi.
Þeir eru líka með helling af öðrum sniðugum límmiðum og veggfóðrum, endilega tékkið á síðunni þeirra til að fá skemmtilegar hugmyndir fyrir heimilið. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sinn smekk.

1 ummæli:

Guðrún sagði...

skemmtilegt nokk... ef maður kíkir á síðuna hjá þeim þá sér maður forsíðu af Hús og Hýbíli blaði á renningnum hjá þeim til hægri... allstaðar er ísland...