miðvikudagur, 23. apríl 2008

Kjúklingur (eða bara hvað sem er) í karrý


Ég kem öllu ofan í strákinn minn ef ég fer eftir þessari uppskrift í grundvallaratriðum.

Innihald:
1 pakki kjúklingalundir eða kjúklingabringur skornar í strimla
2 msk. ólívuolía
1 tsk. karrí
1 stk. laukur
10 stk. kirsuberjatómatar, skornir í helminga
ca 1/2 poki baby- gulrætur
6 stk. kartöflur
salt og pipar eftir smekk (má bæta við eftirá)
1,5 dl. vatn
1 dós kókosmjólk (stór)
steinselja

Aðferð:
1. Olían er hituð og látin krauma með karríinu.
2. Kjúklingurinn er settur í pottinn.
3. Laukur er brytjaður, kartöflur skornar í bita og sett í pottinn ásamt gulrótunum.
4. Kryddið með salti og pipar og setjið vatnið út í.
5. Látið malla á lágum hita í 10-15 mín.
6. Hellið kókosmjólkinni í pottinn og setjið tómatana og hakkaða steinselju út í.
7. Látið malla áfram á lágum hita í 10-15 mínútur.
8. Borið fram með brúnum hrísgrjónum og salati.

Strákurinn minn elskar litlu gulræturnar og ég geri yfirleitt extra mikið af þeim því hann heldur áfram að biðja um meira og meira. Ég hef líka gert þessa uppskrift með lambakjöti og ýsu og er framgangsmátinn nákvæmlega sá sami. Það er líka hægt að nota hvaða grænmeti sem er í þetta, sveppir eru til dæmis mjög góðir, spergilkál, paprikur og hvað sem manni dettur í hug. Þegar graskerin fengust í búðunum prófaði ég að nota það og mæli sérstaklega með því.
Að lokum vil ég nefna að strákurinn minn er með mjólkurofnæmi og þessi uppskrift hentar einmitt vel fyrir hann. Við notum kókosmjólk í flesta rétti sem við notuðum rjóma í áður og hefur það gefið okkur góða raun.

Engin ummæli: