föstudagur, 2. maí 2008

Flott!!!

Á Ohdeeoh rakst ég á annað ungbarnarúm sem hægt er að tengja við stóra rúmið. Rúmið heitir Culla Belly og er hannað af Manuela Busetti og Andrea Garuti. Rúmið er svo stílhreint og flott að ég bara varð að sýna ykkur það þótt nýbúið sé að fjalla um Co-sleeper ...enda er þetta rúm ólíkt flottara! 
Ég veit því miður ekki hvar Culla Belly er til sölu en þegar ég googlaði fann ég bara endalaus blogg sem dásama rúmið ...og bættist nú enn eitt bloggið við!
...hér sjáið þið rúmið eins og vöggu. 
...og hér hvernig þessir 2 möguleikar virka. 

Engin ummæli: