mánudagur, 30. júní 2008

Mæður


Hér er áhugaverð grein um heimavinnandi vs. útivinnandi mæður:


Þetta er eflaust hægt að ræða endalaust. Hver er ykkar skoðun?


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst frábært þegar mæður eða feður ákveða að vera heima með börnin sín.
Ég vinn sjálf ekki fulla vinnu til að börnin mín "vinni" ekki of langan vinnudag á leikskólanum og fái að vera heima með mömmu aðeins meira og ég sömuleiðis með þeim. Ég held samt að ég gæti ekki verið í fullu starfi sem heimavinnandi húsmóðir. Mig langar til að ná einhverjum frama í mínu starfi og svo kemur á móti að það eru engin börn heima fyrr en eftir kl 16 eða 17 og börnunum mínum leiðist ef þau fá engan félagsskap við börn. Þetta var öðruvísi í gamla daga þegar krakkar voru ekki á leikskóla og þau léku sér saman úti eða heima hjá hvort öðru... eins og gerist eiginlega bara um helgar nú til dags.

Fanney