mánudagur, 28. apríl 2008

Hjólað í vinnuna, 7.-23. maí


Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarátakinu “Hjólað í vinnuna”. Megin markmið átaksins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Í ár fer átakið fram 7.-23. maí. Ég ætla að taka þátt og hjóla með guttann á leikskólann og svo í vinnuna, en ég þoli ekki spandex og skærgula vindjakka. Svo ég ákvað að sækja innblástur á Copenhagen Cycle Chic (bæði ég og sá stutti munum þó vera með hjálm - að sjálfsögðu).


Í háum hælum og pilsi

Ein með nýfætt

Líka í vondu veðri

Með innkaupapokana

Á rauðu ljósi

Hér er pláss fyrir tvö

Líka fyrir bankastarfsmenn :)

Já þeir kunna þetta Danirnir! Svo sjáum við hvernig gengur, hver veit nema maður selji bara bílinn og fari að gera þetta svona. Gott fyrir budduna, gott fyrir heilsuna og gott fyrir umhverfið!!!

1 ummæli:

obbosí sagði...

Við vorum einmitt að kaupa svona vagn og fórum í hjólatúr í góða veðrinu.

Gæða tími!:)

Ingibjörg