föstudagur, 23. maí 2008

Kornabörn tala!


Hin ástralska Priscilla Dunstan hefur einstakt hljóðminni og gerði hún merka uppgötvun er hún eignaðist sitt fyrsta barn. Priscilla tók eftir því að barnið myndaði ákveðin hljóð, nokkru áður en grátur byrjaði, þegar það var svangt, þreytt, illt í maganum o.s.frv. Í fyrstu taldi hún að þetta væri aðeins tungumál barnsins hennar en fór svo að taka eftir þessum sömu hljóðum hjá öðrum börnum. Hún fór því að rannsaka uppgötvun sína nánar og sá að það skipti ekki máli frá hvaða landi börnin kæmu eða af hvaða kynþættu þau væru þau sögðu öll sömu hljóðin. Þessi hlóð væri þó sterkust þegar börnin væru undir 3 mánaða en ef börnin fengu rétt viðbrögð við hljóðunum þá héldu þau áfram að nota þau til tjáningar.
 
Neh - ég er svöng/svangur
Eh - ég þarf að ropa
Heh - það fer illa um mig
Eairh - ég þarf að prumpa
Owh - ég er þreytt/ur

Ef þið viljið fræðast meira um tungumál kornabarna þá getið þið séð viðtal sem Oprah Winfrey tók viðtal við Pricsillu og skoðað vefsíðuna Dunstan baby language.

Á YouTube fundum við líka viðtal með hljóðdæmum og er það hérna.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá þetta er svo magnað, litli strákurinn minn segir neh þegar hann er svangur! Það er svo yndislegt að skilja litla krílið betur en áður:)

takk kærlega fyrir!
Arna