þriðjudagur, 15. júlí 2008

Látið Buddha vísa veginn!

Það getur tekið á taugarnar að ala upp börn. Við höfum öll prófað að standa úti í búð með öskrandi krakka og mest langað til að henda okkur sjálfum öskrandi í gólfið eða hreinlega labba út. Börn virðast geta fundið upp allar mögulegar leiðir til að reyna á þolrif okkar og við bætist álag af væntingum sem við sjálf, samfélagið, fjölskyldur okkar og jafnvel makar gera til okkar.

Einhverja hjálp gæti verið að finna í þessari bók, Buddhism for Mothers, sem lofar mæðrum hagnýtum ráðum í erfiðum aðstæðum og leiðum til að ná jafnvægi í lífi sínu þegar allt virðist fara á hvolf.

Engin ummæli: