þriðjudagur, 3. júní 2008

FjölskylduLEGÓstund

Á heimasíðu Boing Boing Gadgets sáum við þessa hugmynd um að leyfa börnunum að teikna fígúrur eða einhvern hlut og svo geta foreldrar og börn hannað fígúrurnar eða hlutinn saman.


Sonur Legósmiðsins "Moko" teiknaði þetta skemmtilega vélmenni sem faðir hans byggði svo úr legókubbum.


Frábær hugmynd að fjölskyldustund sem skilur svo miklu meira eftir sig en t.d. að sitja fyrir framan imbann yfir góðri teiknimynd.

Engin ummæli: