fimmtudagur, 5. júní 2008

Smart í beðinu í sumar

Mér finnst fátt jafn leiðinlegt og óspennandi eins og að liggja með andlitið á grúfu ofan í einhverju beði eða undir einhverjum runna. En það er sem betur fer líka til fólk sem er ekki eins og ég. Eins og til dæmis tengdamamma mín og mágkona, þeim finnst þetta rosalega spennandi að stússast í garðinum.

Svo hér hef ég fundið hina fullkomnu afmælisgjöf handa þeim CROCS hnéhlífar þannig að þær verða ekki aumar í hnjánum af því að liggja hálfbognar í einhverju rósabeðinu og svo verða þær líka smart.
Ef ég ætti kannski svona bleikar CROCS hnéhlífar þá kannski myndi ég beygja mig niður í eitt beði eða svo.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mér finnst þetta ferlega sniðugt..