sunnudagur, 5. október 2008

Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða?

Mig langaði að benda ykkur á námskeið sem haldið verður hjá Maður lifandi þann 15. október næstkomandi, sem nefnist "Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða?"

Námskeið um hvernig á að útbúa einfaldan en næringarríkan mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri. Farið verður yfir hvaða fæðutegundum er gott að byrja á og hvenær.
Einnig verður kennt að meðhöndla og búa til rétti sem innihalda:
ávexti og grænmeti
þurrkaða ávexti
heilt korn eins og quinoa, hirsi, hafra, spelti o.fl.
baunir eins og linsubaunir (afar prótein- og járnríkar)
kaldpressaðar olíur eins og sólblóma-, ólífu-, hörfræ-, möndlu- og kókosolíu
möndlumauk og tahini (sesammauk)
möndlur og fræ ... Svo eitthvað sé nefnt.
Námskeiðið nýtist einnig vel þeim sem eru með eldri börn. Nýjar uppskriftir og fróðleiksmolar fylgja með námskeiðinu og verða nokkrir réttir og "drykkir" útbúnir á staðnum. Leiðbeinandi: Ebba Guðný Guðmundsdóttir kennari Verð: 3.500 kr. Upplýsingar og skráning: síma 694-6386 og á netfanginu ebbagudny@mac.com

Engin ummæli: